Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2015 09:00 Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. VÍSIR/ERNIR „Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira