Íslenski boltinn

Fjarðabyggð færist nær toppsætunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Nýliðarnir eru að gera gott mót í fyrstu deildinni.
Nýliðarnir eru að gera gott mót í fyrstu deildinni. vísir/heimasíða kff
Fjarðabyggð skaust nær toppsætunum tveimur í fyrstu deild karla með 3-0 sigri á BÍ/Bolungarvík í Fjarðabyggðarhöllinni í dag.

Ingvar Ásbjörn Ingvarsson, lánsmaður frá FH, kom Fjarðabyggð yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks, en skömmu áður hafði Joseph Spivack, leikmaður Skástriksins, verið sendur í sturtu.

Bjarni Mark Antonsson, lánsmaður frá KA, bætti svo við marki á níundu mínútu síðari hálfleiks og markavélin Brynjar Jónasson rak síðasta naglann í líkkistu gestann með þriðja markinu sjö mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 3-0.

Eftir sigurinn eru þeir tveimur stigum frá Víkingi Ólafsvík í öðru sætinu og sex stigum á eftir toppliði Þróttar. BÍ/Bolungarvík er á botninu með þrjú stig og þetta var þeirra sjötta tap í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×