Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 18:05 Vinningstillagan hefur sætt nokkurri gagnrýni. Vísir Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“ Fornminjar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Sérstakur rýnihópur arkitekta mun meta útlit nýs hótels sem áætlað er að rísi við Lækjargötu. Hótelið mun ekki rísa í óbreyttri mynd nema skipulagsráð borgarinnar og byggingarfulltrúi séu sammála um útfærsluna. Vinningstillaga um hönnun hótelsins var kynnt fyrir helgi. Tillaga Glámu Kíms Arkitekta, sem sést á myndinni hér að ofan, varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni við Lækjargötu 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur. Í gildandi deiliskipulagi er beinlínis gert ráð fyrir hóteli á þessum reit. Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, skilur að fólki geti þótt tillagan kassalaga.Vísir/ÞÞ Vinningstillagan hefur sætt gagnrýni, einkum á samfélagsmiðlum en einnig frá kjörnum fulltrúum sem eiga sæti í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar. „Mér líst svona sumpart ágætlega á hana. Það er gert ráð fyrir mjög stórri og opinni jarðhæð sem skiptir mjög miklu máli til að fá líf út á götuna. Þarna er nú frekar auðnarlegt svæði, bílastæði aðallega á þessu svæði. En ég get vel skilið þá sem finnst þetta svolítið kassalaga,“ sagði Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi þurfa að fjalla um tillöguna og samþykkja hana áður en hún getur orðið að veruleika. Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.Vísir/ÞÞ „Ég geri ráð fyrir því að byggingarfulltrúi fá svokallaðan fagrýnihóp, sem er svona fagurfræðihópur arkitekta, til að fara yfir þetta sem gerir þá sína umsögn, rökstyður sitt álit. Það mun síðan koma fyrir umhverfis- og skipulagsráð,“ sagði Hjálmar. Hvenær má vænta þess að framkvæmdir geti hafist að því gefnu að bæði umhverfis- og skipulagsráð og byggingarfulltrúi taki vel í vinningstillöguna? „Það er yfirleitt alltaf þannig að þetta tekur dálítinn tíma. Og sjaldnast að áform eru samþykkt óbreytt,“ sagði Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. „Ég reikna með að þarna muni eiga sér stað svolítið samtal og það getur tekið tíma eins og ég sagði. Eins eru þarna fornleifar sem þarf að skoða rækilega þannig að það er svolítið erfitt fyrir mig að segja hvenær framkvæmdir hefjast. Það fer náttúrulega bara eftir því hvernig þetta samtal gengur milli borgarinnar og lóðarhafa.“
Fornminjar Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira