Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 20:00 Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. Engum dylst að það hriktir í stoðum evrusvæðisins um þessar mundir. Grunnur var lagður að myntsamstarfinu gegnum Evrópska myntbandalagið með undirritun Maastricht-sáttmálans árið 1992. Markmiðið með myntsamstarfinu var af sömu rót runnið og stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957. Aukin einsleitni og samvinna ríkja í Evrópu til að tryggja varanlegan frið í álfunni. Margir hagfræðingar vöruðu þó strax við því að evran væri dæmd til að mistakast þar sem ríkin sem stóðu að henni væru of ólík innbyrðis. Meðal þeirra var nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman sem spáði því í grein árið 1997, áður en evran var tekin í notkun, að hún myndi leiða til pólitískrar sundrungar í álfunni og þannig ganga þvert gegn tilgangi sínum. Óvíst er hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu ef þeir fella samkomulagið. Það er hefur þó aldrei verið talið jafn líklegt og nú. Í leiðara hins virta breska vikurits The Economist segir að margir álykti að með útgöngu Grikkja náist meiri stöðugleiki á evrusvæðinu. Það sé því miður rangt. Þegar horft sé handan Grikklands sé hætta á frekari átökum innan evrusvæðisins talsvert líkleg. Í The Telegraph í dag er því haldið fram að útganga úr myntsamstarfinu sé líklegasti kosturinn Hver sem endanleg niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður er ljóst að Grikkir eru í erfiðri og óleystri stöðu sem mun alltaf fela í sér sársaukafullar lausnir fyrir grísku þjóðina, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. Engum dylst að það hriktir í stoðum evrusvæðisins um þessar mundir. Grunnur var lagður að myntsamstarfinu gegnum Evrópska myntbandalagið með undirritun Maastricht-sáttmálans árið 1992. Markmiðið með myntsamstarfinu var af sömu rót runnið og stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957. Aukin einsleitni og samvinna ríkja í Evrópu til að tryggja varanlegan frið í álfunni. Margir hagfræðingar vöruðu þó strax við því að evran væri dæmd til að mistakast þar sem ríkin sem stóðu að henni væru of ólík innbyrðis. Meðal þeirra var nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman sem spáði því í grein árið 1997, áður en evran var tekin í notkun, að hún myndi leiða til pólitískrar sundrungar í álfunni og þannig ganga þvert gegn tilgangi sínum. Óvíst er hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu ef þeir fella samkomulagið. Það er hefur þó aldrei verið talið jafn líklegt og nú. Í leiðara hins virta breska vikurits The Economist segir að margir álykti að með útgöngu Grikkja náist meiri stöðugleiki á evrusvæðinu. Það sé því miður rangt. Þegar horft sé handan Grikklands sé hætta á frekari átökum innan evrusvæðisins talsvert líkleg. Í The Telegraph í dag er því haldið fram að útganga úr myntsamstarfinu sé líklegasti kosturinn Hver sem endanleg niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður er ljóst að Grikkir eru í erfiðri og óleystri stöðu sem mun alltaf fela í sér sársaukafullar lausnir fyrir grísku þjóðina, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma.
Grikkland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira