Eru í vondri stöðu hver sem niðurstaðan verður Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. júlí 2015 20:00 Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. Engum dylst að það hriktir í stoðum evrusvæðisins um þessar mundir. Grunnur var lagður að myntsamstarfinu gegnum Evrópska myntbandalagið með undirritun Maastricht-sáttmálans árið 1992. Markmiðið með myntsamstarfinu var af sömu rót runnið og stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957. Aukin einsleitni og samvinna ríkja í Evrópu til að tryggja varanlegan frið í álfunni. Margir hagfræðingar vöruðu þó strax við því að evran væri dæmd til að mistakast þar sem ríkin sem stóðu að henni væru of ólík innbyrðis. Meðal þeirra var nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman sem spáði því í grein árið 1997, áður en evran var tekin í notkun, að hún myndi leiða til pólitískrar sundrungar í álfunni og þannig ganga þvert gegn tilgangi sínum. Óvíst er hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu ef þeir fella samkomulagið. Það er hefur þó aldrei verið talið jafn líklegt og nú. Í leiðara hins virta breska vikurits The Economist segir að margir álykti að með útgöngu Grikkja náist meiri stöðugleiki á evrusvæðinu. Það sé því miður rangt. Þegar horft sé handan Grikklands sé hætta á frekari átökum innan evrusvæðisins talsvert líkleg. Í The Telegraph í dag er því haldið fram að útganga úr myntsamstarfinu sé líklegasti kosturinn Hver sem endanleg niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður er ljóst að Grikkir eru í erfiðri og óleystri stöðu sem mun alltaf fela í sér sársaukafullar lausnir fyrir grísku þjóðina, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Grikkland Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Ljóst er að hver sem niðurstaðan verður í þjóðaratkvæðagreiðslunni í dag eru Grikkir í vondri stöðu. Það hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu veltur á því hvernig stjórnvöld vinna úr niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar í dag. Engum dylst að það hriktir í stoðum evrusvæðisins um þessar mundir. Grunnur var lagður að myntsamstarfinu gegnum Evrópska myntbandalagið með undirritun Maastricht-sáttmálans árið 1992. Markmiðið með myntsamstarfinu var af sömu rót runnið og stofnun Kola- og Stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957. Aukin einsleitni og samvinna ríkja í Evrópu til að tryggja varanlegan frið í álfunni. Margir hagfræðingar vöruðu þó strax við því að evran væri dæmd til að mistakast þar sem ríkin sem stóðu að henni væru of ólík innbyrðis. Meðal þeirra var nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman sem spáði því í grein árið 1997, áður en evran var tekin í notkun, að hún myndi leiða til pólitískrar sundrungar í álfunni og þannig ganga þvert gegn tilgangi sínum. Óvíst er hvort Grikkir þurfi að hætta í myntsamstarfinu ef þeir fella samkomulagið. Það er hefur þó aldrei verið talið jafn líklegt og nú. Í leiðara hins virta breska vikurits The Economist segir að margir álykti að með útgöngu Grikkja náist meiri stöðugleiki á evrusvæðinu. Það sé því miður rangt. Þegar horft sé handan Grikklands sé hætta á frekari átökum innan evrusvæðisins talsvert líkleg. Í The Telegraph í dag er því haldið fram að útganga úr myntsamstarfinu sé líklegasti kosturinn Hver sem endanleg niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verður er ljóst að Grikkir eru í erfiðri og óleystri stöðu sem mun alltaf fela í sér sársaukafullar lausnir fyrir grísku þjóðina, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma.
Grikkland Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira