Þingmaður gekk rúmt hálfmaraþon með gervilið á báðum hnjám Birgir Olgeirsson skrifar 7. júlí 2015 22:46 Ásmundur Friðriksson eftir göngutúrinn mikla. Vísir/Facebook Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “ Alþingi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lét gamlan draum verða að veruleika í dag þegar hann gekk úr Vogum á Vatnsleysuströnd í Garðinn. Um er að ræða 22,4 kílómetra langa leið, en hálfmaraþon er 21,1 kílómetri, og var Ásmundur í fjórar klukkustundir og 30 mínútur á leiðinni. „Ég er alltaf að labba, er svolítið duglegur við það. Mig hefur alltaf dreymt um að ganga meira en 15 kílómetra. Þetta hafði verið draumur svolítið lengi að fara úr Vogunum í Garðinn og koma við í fjórum sveitarfélögum. Svo allt i einu datt mér það í hug í hádeginu að þetta væri rétti dagurinn,“ segir Ásmundur í samtali við Vísi um þessa gönguferð en sveitarfélögin fjögur eru Vogar, Reykjanesbær, Sandgerði og Garður.Nógu nettur fyrir gamla gerviliði Ásmundur lét ekki gerviliði sem eru komnir vel til ára sinna stöðva þessa för en hann fékk fyrst gervilið í hné árið 1999 og svo í hitt hnéð árið 2004. „Þeir ættu að vera komnir á tíma. En þrátt fyrir að ég sé aðeins í yfirvigt þá er ég greinilega það nettur að þeir þola mig ennþá,“ segir Ásmundur sem þakkar guði góða heilsu og hreysti.Með ný markmið Hann segist vera búinn að setja sér nýtt markmið eftir göngutúr dagsins en tekur fram að hann ætli sér ekki að ganga Jakobsveginn sem er ein þekktasta pílagrímaleið Evrópu sem endar í dómkirkjunni í Santiago de Compostela í Galisíu-héraðinu á Spáni en hefst þar sem pílagrímurinn leggur af stað. „Ég held að það borgi sig varla að gefa markmiðið upp en nú sé ég að það er ekki mjög langt frá Höfn í Garðskaga. Það eru einhverjir 700 kílómetrar sem maður næði kannski í einhverjum áföngum.“Ásmundur með heyrnatólinn umtöluðu en hann segist aðeins hlusta á Bylgjuna þegar hann fer í göngutúr.Vísir/FacebookVirkur í fríinu Alþingi var slitið síðastliðinn föstudag og segist Ásmundur hafa nýtt fríið vel og ber þessi göngutúr þess merki. Auk þess hefur hann að sögn heimsótt sex vinnustaði á svæðinu og mun halda því áfram. Hann ætlar sér að heimsækja Vestmannaeyjar, Höfn, Kirkjubæjarklaustur og Vík. „Það er skylda landsbyggðarþingmanna að vera í góðu sambandi við sitt fólk og ég rækta það vel,“ segir Ásmundur sem á von á því að taka nokkra göngutúra á þessu ferðalagi sínu. „Ég labba líka í sveitinni. Það er mjög gaman að labba Almannaskarðið í Höfn. Það er mjög bratt og tekur vel á. Ég ætla að taka það nokkrum sinnum núna.“Hlustar bara á Bylgjuna Aðspurður hvort hann hlusti á einhverja tónlist á meðan þessum göngutúrum stendur segist hann hlusta mikiða á Bylgjuna. „Allan tímann. Mína menn í Reykjavík síðdegis. Svo hlusta ég alltaf á Heimi á morgnanna. Ég er alltaf vaknaður á svipuðum tíma og Heimir og félagar og hlusta á þá á leiðinni á þingið. Læt þá stundum vita af færðinni á Reykjanesbrautinni,“ segir Ásmundur en á meðfylgjandi mynd sem hann deildi á Facebook má sjá útvarpið sem hann gengur jafnan með. „Ég lít út eins og fáviti með þetta en mér finnst það bara sniðugt. “
Alþingi Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp