Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2015 10:37 Þorbjörn Þórðarson mun flytja fréttir frá Grikklandi á Stöð 2 og Bylgjunni næstu daga. „Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2. Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
„Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2.
Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Sjá meira
Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09