Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2015 10:37 Þorbjörn Þórðarson mun flytja fréttir frá Grikklandi á Stöð 2 og Bylgjunni næstu daga. „Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2. Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
„Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna á evrusvæðinu hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla. Þorbjörn er mættur til Aþenu þaðan sem hann mun flytja fréttir næstu daga. Þorbjörn segir mjög skiptar skoðanir meðal Grikkja hvort þjóðin eigi að vera áfram í myntsamstarfinu eða að kveðja evruna og taka upp nýja Drökmu. „Grikkir vita að með því að hætta í myntsamstarfinu tækju líklega við miklir erfiðleikar til skamms tíma en gæti um leið verið lausn á kreppunni til lengri tíma litið,“ segir Þorbjörn.Grikkir hafa til föstudagsmorguns til að leggja fram nýjar tillögur í viðræðum við leiðtoga Evrópusambandsríkja. Þorbjörn segir mikla spennu í loftinu yfir því hvernig tillögurnar muni líta út. Á sunnudag er svo talað um dómsdag þegar leiðtogar Evrópusambandsríkjanna funda í Brussel.Fjöldi heimilislausra áberandi Þorbjörn mætti til Aþenu snemma í morgun. Hann segir sláandi að sjá með eigin augum hvernig niðurskurður síðustu ára hafi bitnað á grísku höfuðborginni. „Stærsta verslunargatan sem iðaði af lífi fyrir bankahrunið er hvorki svipur né sjón,“ segir fréttamaðurinn. Þriðjungi verslana hafi verið lokað og alþjóðlegum verslunum fækkað til muna þótt enn megi finna H&M. Þá hafi verið skorið mikið niður í félagslegum úrræðum og mikill eiturlyfjavandi sé við lýði í kjölfar kreppu. „Það er óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu og við hve slæmt ástand fólk býr,“ segir Þorbjörn. Ástandið sé nokkuð sláandi þótt vissulega sé það við lýði í flestum stórborgum heimsins.Þorbjörn verður í beinni útsendingu frá Aþenu í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12 í dag sem og næstu daga. Þá verður hann með fréttir og innslög í kvöldfréttatímum Stöðvar 2.
Grikkland Tengdar fréttir Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel. 8. júlí 2015 07:00
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent