Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. júlí 2015 14:41 Það sýður á Haraldi eldfjallafræðingi en hann þekkir Ísland eins og lófann á sér. Vísir „Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
„Það er á ýmsum stöðum á Snæfellsnesi, sem eru vinsælir stoppistaðir, að úti í náttúrunni er þar bara allt í skít og klósettpappír. Maður verður að passa sig hvar maður stígur niður,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. Hann telur afar brýnt að huga betur að salernisaðstöðu fyrir ferðamenn á þjóðvegum. „Ég náttúrulega fagna því að ferðamann séu spenntir fyrir Íslandi og mér finnst það stórkostlegt. En ég er hræddur um að við séum ekki alveg tilbúin til að taka á móti þessum mikla flaumi. Ég held að við séum að kenna þeim vonda siði og þvinga þau í erfiðar aðstæður. Það snertir salernisaðstæður.“ Haraldur heldur að heiman eldsnemma á morgnana út í sveit. Hann býr í Stykkishólmi eins og fram kemur í viðtali við hann hjá Reykjavík Síðdegis. „Þá sé ég mikið af litlum sendibílum sem lagt er út um allt meðfram vegunum.“Bílaleigur verða að sýna ábyrgð Hann segir marga ferðamenn fá þau skilaboð frá bílaleigum að það sé sniðugt að leigja sendibíl og búa í honum á ferð sinni um landið, hægt sé að leggja hvar sem er. „Það er lagt við veginn og svo gengur fólkið örna sinna bara rétt hjá þar sem það er statt.“ Hann bendir á að slíkt þekkist hvergi úti í heimi. „Þér dettur ekki í hug að gera þetta í Bandaríkjunum. Ef þú ætlar að sofa í bílnum úti á þjóðvegi þá ertu tekinn fastur. Það verður að taka á þessu máli með því að bæta salernisaðstöðu og bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona.“Stóra málið að bæta salernisaðstöðu Vissulega eru góðar og snyrtilegar salernisaðstöður á tjaldstæðum en það vantar betri aðstöðu á þjóðvegum úti segir Haraldur. Oft sé langt á milli salerna og þar sé helst um að ræða sjoppur. „Þetta er virkilegt vandamál, það er ekki hægt að skamma ferðamennina fyrir þetta. Það þarf að veita þeim þessa aðstöðu og bílaleigurnar verða að sýna meiri ábyrgð.“ En þarf að skerpa á reglum varðandi hvar má gista og hvar ekki?Ferðamenn þurfa að hafa hægðir rétt eins og aðrir.Vísir/Vilhelm„Já mér finnst það, mér finnst það því miður. Við höfum náttúrulega elskað það við Íslendingar að geta verið frjálsir eins og sauðkindin út um allt. En ef við erum komin með yfir milljón í viðbót á ári, það eru bara milljón kúkar á dag, þá er svo mikill fjöldi að landið ber þetta ekki með þessari framkomu. Þannig að við verðum að byggja upp aðstöðu fyrir þessa ferðamenn, það gengur ekki annað. Það er skatturinn eða tollurinn sem við ættum að vera að taka af þeim þegar þeir koma í gegnum Keflavíkurflugvöll.“ Skattinn ætti að setja beint í að byggja upp salerni eða þvottaaðstöðu um allt land. Það er stóra málið sem við stöndum frammi fyrir núna að mati Haraldar. „Það er auðvitað frábært ef ferðamenn halda að við höfum svona mikið frelsi hérna en það er ekki frelsi til að skíta út landið.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira