Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 Atli Ísleifsson skrifar 30. júní 2015 18:05 Ísland mun leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40 prósent minnkun losunar fram til 2030 miðað við 1990. Vísir/Stefán Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. Er það gert í aðdraganda Parísarfundarins þar sem til stendur að ganga frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.Í frétt umhverfis- og auðlindasráðuneytisins segir að Ísland muni leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40 prósent minnkun losunar fram til 2030 miðað við 1990. „Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.Parísarfundurinn 2015 og landsmarkmið í loftslagsmálumÍ París verður haldið 21. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember nk. Þar er vonast til að gengið verði frá hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum eftir 2020, þegar gildistími Kýótó-bókunarinnar rennur út. Ljóst er að ekki er vilji til að byggja á Kýótó-bókuninni og aðferðafræði hennar eftir 2020, en bókunin nær nú einungis til tæplega 15% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum. Í staðinn á að koma samkomulag þar sem öll ríki og sérstaklega stærstu losendur taka á sig skuldbindingar um takmörkun losunar, en ekki bara ákveðinn hópur þróaðra ríkja eins og í Kýótó. Hins vegar er ljóst að meiri krafa verður gerð til þróaðra ríkja en þróunarríkja. Í Kýótó var samið um hlut einstakra ríkja, en Parísarsamkomulagið á að byggja á markmiðum ríkja sem þau setja sér sjálf. Þau markmið eiga að vera metnaðarfull og sanngjörn og eiga ríki að rökstyðja að svo sé. Til stendur að Parísarsamkomulagið, sem á að ná yfir langstærstan hluta heimslosunar, verði síðan alþjóðlegur reglurammi utan um markmið ríkja, tryggi að þau séu gegnsæ og sambærileg og veiti ríkjum aðhald svo markmið verði metnaðarfyllri með tímanum. Ekki er hægt að ganga að því vísu að samkomulag takist á Parísarfundinum. Eins og kunnugt er var reynt að ná nýju hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi í Kaupmannahöfn 2009, sem tókst ekki þá. Meiri bjartsýni ríkir um árangur í París, en m.a. hafa Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur heims, tilkynnt um framtíðarmarkmið, en þessi ríki voru utan Kýótó-bókunarinnar.Markmið Íslands Ísland er nú aðili að sameiginlegu markmiði með 28 ríkjum ESB á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar 2013-2020. Nánar er kveðið á um skuldbindingar Íslands innan hins sameiginlega markmiðs í tvíhliða samningi Íslands við ESB, sem skrifað var undir í apríl sl. Um 40% losunar er í sameiginlegu viðskiptakerfi Evrópulanda (ETS), þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum og geta uppfyllt kröfur með minnkun losunar eða verslun með heimildir. Hinn hluti losunarinnar er á ábyrgð ríkja og þarf Ísland að draga úr nettólosun um rúmlega 20% til 2020 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld stefna að því að svipað kerfi verði við lýði eftir 2020, samkvæmt markmiðinu sem nú hefur verið tilkynnt. Ísland er þegar aðili að evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS), skv.EES-samningnum. Norðmenn hafa einnig tilkynnt í sínu landsmarkmiði fyrir Parísarfundinn að þeir hyggist leita eftir þátttöku í sameiginlegu markmiði, en norsk fyrirtæki taka einnig þátt í evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Samkvæmt því fá fyrirtæki úthlutað heimildum sem ganga kaupum og sölum á sam-evrópskum markaði og er erfitt að eyrnamerkja heimildir einstökum ríkjum. Því telja Ísland og Noregur fýsilegt að samræma skuldbindingar sínar á heimsvísu við loftslagsreglur á evrópska efnahagssvæðinu. Þá er með þessu tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur og gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Ríki ESB þurfa að draga úr losun allt að 40% til 2030 miðað við 2005 og mun innbyrðis skipting liggja fyrir síðar. Ísland og Noregur þyrftu að semja um sinn hlut. Ef áætlanir Íslands og Noregs ganga eftir munu losunarmarkmið ríkjanna eftir 2020 verða tvískipt; annars vegar munu fyrirtæki þurfa að uppfylla skyldur innan viðskiptakerfisins, en hins vegar þurfa ríkin tvö að taka á sig skuldbindingar varðandi losun utan viðskiptakerfisins. Íslensk fyrirtæki sem nú falla innan evrópska viðskiptakerfisins munu áfram verða þar, en einnig þurfa ný fyrirtæki á sviði stóriðju og annarar starfsemi sem fellur undir kerfið að afla sér heimilda þar ef þau hyggja hasla sér völl hér á landi. Í heild verður gerð krafa um að losun minnki um 43% innan ETS til 2030 miðað við 2005. Bæði Ísland og Noregur taka fram í yfirlýsingum sínum að tilkynnt markmið sé með þeim fyrirvara að um semjist. Ef ekki semst mun markmið Íslands verða endurskoðað og ný tilkynning send til skrifstofu Loftslagssamningsins,“ segir í frétt ráðuneytsins. Loftslagsmál Tengdar fréttir Hollandi gert að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Dómstóll í Hollandi hefur fyrirskipað þarlendum stjórnvöldum að dregið verði úr losun um 25 prósent fram til ársins 2020. 24. júní 2015 10:01 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. Er það gert í aðdraganda Parísarfundarins þar sem til stendur að ganga frá heimssamkomulagi um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda.Í frétt umhverfis- og auðlindasráðuneytisins segir að Ísland muni leitast við að ná sameiginlegu markmiði með ríkjum ESB og Noregi um 40 prósent minnkun losunar fram til 2030 miðað við 1990. „Markmiðið er framhald af því fyrirkomulagi sem nú er við lýði á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar, þar sem Ísland er hluti af sameiginlegu losunarmarkmiði Evrópuríkja á tímabilinu 2013-2020.Parísarfundurinn 2015 og landsmarkmið í loftslagsmálumÍ París verður haldið 21. aðildarríkjaþing Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í desember nk. Þar er vonast til að gengið verði frá hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum eftir 2020, þegar gildistími Kýótó-bókunarinnar rennur út. Ljóst er að ekki er vilji til að byggja á Kýótó-bókuninni og aðferðafræði hennar eftir 2020, en bókunin nær nú einungis til tæplega 15% af heimslosun á gróðurhúsalofttegundum. Í staðinn á að koma samkomulag þar sem öll ríki og sérstaklega stærstu losendur taka á sig skuldbindingar um takmörkun losunar, en ekki bara ákveðinn hópur þróaðra ríkja eins og í Kýótó. Hins vegar er ljóst að meiri krafa verður gerð til þróaðra ríkja en þróunarríkja. Í Kýótó var samið um hlut einstakra ríkja, en Parísarsamkomulagið á að byggja á markmiðum ríkja sem þau setja sér sjálf. Þau markmið eiga að vera metnaðarfull og sanngjörn og eiga ríki að rökstyðja að svo sé. Til stendur að Parísarsamkomulagið, sem á að ná yfir langstærstan hluta heimslosunar, verði síðan alþjóðlegur reglurammi utan um markmið ríkja, tryggi að þau séu gegnsæ og sambærileg og veiti ríkjum aðhald svo markmið verði metnaðarfyllri með tímanum. Ekki er hægt að ganga að því vísu að samkomulag takist á Parísarfundinum. Eins og kunnugt er var reynt að ná nýju hnattrænu samkomulagi í loftslagsmálum á fundi í Kaupmannahöfn 2009, sem tókst ekki þá. Meiri bjartsýni ríkir um árangur í París, en m.a. hafa Bandaríkin og Kína, tveir stærstu losendur heims, tilkynnt um framtíðarmarkmið, en þessi ríki voru utan Kýótó-bókunarinnar.Markmið Íslands Ísland er nú aðili að sameiginlegu markmiði með 28 ríkjum ESB á 2. skuldbindingartímabili Kýótó-bókunarinnar 2013-2020. Nánar er kveðið á um skuldbindingar Íslands innan hins sameiginlega markmiðs í tvíhliða samningi Íslands við ESB, sem skrifað var undir í apríl sl. Um 40% losunar er í sameiginlegu viðskiptakerfi Evrópulanda (ETS), þar sem fyrirtæki fá úthlutað heimildum og geta uppfyllt kröfur með minnkun losunar eða verslun með heimildir. Hinn hluti losunarinnar er á ábyrgð ríkja og þarf Ísland að draga úr nettólosun um rúmlega 20% til 2020 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld stefna að því að svipað kerfi verði við lýði eftir 2020, samkvæmt markmiðinu sem nú hefur verið tilkynnt. Ísland er þegar aðili að evrópsku viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS), skv.EES-samningnum. Norðmenn hafa einnig tilkynnt í sínu landsmarkmiði fyrir Parísarfundinn að þeir hyggist leita eftir þátttöku í sameiginlegu markmiði, en norsk fyrirtæki taka einnig þátt í evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir. Samkvæmt því fá fyrirtæki úthlutað heimildum sem ganga kaupum og sölum á sam-evrópskum markaði og er erfitt að eyrnamerkja heimildir einstökum ríkjum. Því telja Ísland og Noregur fýsilegt að samræma skuldbindingar sínar á heimsvísu við loftslagsreglur á evrópska efnahagssvæðinu. Þá er með þessu tryggt að íslenskt atvinnulíf búi við sambærilegar reglur og gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Ríki ESB þurfa að draga úr losun allt að 40% til 2030 miðað við 2005 og mun innbyrðis skipting liggja fyrir síðar. Ísland og Noregur þyrftu að semja um sinn hlut. Ef áætlanir Íslands og Noregs ganga eftir munu losunarmarkmið ríkjanna eftir 2020 verða tvískipt; annars vegar munu fyrirtæki þurfa að uppfylla skyldur innan viðskiptakerfisins, en hins vegar þurfa ríkin tvö að taka á sig skuldbindingar varðandi losun utan viðskiptakerfisins. Íslensk fyrirtæki sem nú falla innan evrópska viðskiptakerfisins munu áfram verða þar, en einnig þurfa ný fyrirtæki á sviði stóriðju og annarar starfsemi sem fellur undir kerfið að afla sér heimilda þar ef þau hyggja hasla sér völl hér á landi. Í heild verður gerð krafa um að losun minnki um 43% innan ETS til 2030 miðað við 2005. Bæði Ísland og Noregur taka fram í yfirlýsingum sínum að tilkynnt markmið sé með þeim fyrirvara að um semjist. Ef ekki semst mun markmið Íslands verða endurskoðað og ný tilkynning send til skrifstofu Loftslagssamningsins,“ segir í frétt ráðuneytsins.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hollandi gert að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Dómstóll í Hollandi hefur fyrirskipað þarlendum stjórnvöldum að dregið verði úr losun um 25 prósent fram til ársins 2020. 24. júní 2015 10:01 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Hollandi gert að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Dómstóll í Hollandi hefur fyrirskipað þarlendum stjórnvöldum að dregið verði úr losun um 25 prósent fram til ársins 2020. 24. júní 2015 10:01
Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00
Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23