Íslenski boltinn

Alfreð Már hetjan í Ólafsvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafsvíkingar fagna marki.
Ólafsvíkingar fagna marki. vísir/getty
Víkingur Ólafsvík vann ótrúlegan sigur á Þór í fyrstu deild karla í knattspyrnu, en Alfreð Már Hjaltalín skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

William Dominguez da Silva kom Ólafsvíkingum yfir á lokamínútu fyrri hálfleik og staðan 1-0 í hálfleik.

Kristinn Þór Björnsson, bróðir markamaskínunar Atla Viðars Björnssonar, jafnaði metin á 78. mínútu, en ballið var þó ekki búið.

Alfreð Már Hjaltalín skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma með síðustu snertingu leiksins og lokatölur 2-1 sigur Ólafsvíkinga.

Með sigrinum skaust Víkingur upp í annað sætið. Þeir eru með sextán stig og eru tveimur stigum á eftir toppliði Þróttar. Þór er í fjórða sætinu með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×