Erlent

Europol ræðst gegn ISIS á samfélagsmiðlum

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Rob Wainwright, forstjóri Europol, kynnti hópinn á blaðamannafundi.
Rob Wainwright, forstjóri Europol, kynnti hópinn á blaðamannafundi. Vísir/AFP
Europol hefur sett á fót sérstakt lögregluteymi sem ætlað er að berjast gegn áróðri Íslamska ríkisins á netinu.

Teyminu er ætlað að finna þá sem stjórna aðgerðum samtakanna á samfélagsmiðlum, meðal annars þá sem sjá um að dæla um 100 þúsund skilaboðum á dag á samskiptasíðuna Twitter af 45 til 50 þúsund mismunandi notendareikningum.

Teymið hefur störf 1. júlí næstkomandi og mun vinna með fyrirtækjum sem reka samfélagsmiðla á netinu. Europol hefur ekki viljað gefa upp hvaða fyrirtæki hafa samþykkt að vinna með teyminu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×