Erlent

ISIS berjast við Kúrda

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá reyk yfir Kobane í morgun.
Hér má sjá reyk yfir Kobane í morgun. Vísir/AFP
Íslamska ríkið hóf í dag tvær stórar sóknir í norðurhluta Sýrlands. Þar hafa Kúrdar sótt fram gegn samtökunum síðustu vikur, en nú hafa ISIS gert gagnárás. Samtökin náðu borginni Hassakeh í morgun og sprengdu bílasprengjur í Kobane.

Borgin Kobane, sem við landamæri Sýrlands og Tyrklands, er ákveðið tákn fyrir mótspyrnu Kúrda gegn ISIS. Samkvæmt mannréttindasamtökunum Syrian Observatory féllu 35 í Kobane, þar á meðal borgarar, og 14 vígamenn ISIS. Þetta er í fyrsta sinn í sex mánuði, sem að vígamenn ISIS komast inn í Kobane.

Vígamennirnir voru klæddir í búninga Sýrlenskra uppreisnarmanna og með fána tiltekins uppreisnarhóps, til að villa um fyrir vopnuðum sveitum Kúrda. Bílasprengja var sprengd við hlið borgarinnar áður en vígamennirnir réðust til atlögu.

Fyrir um fjórum dögum síðan hertóku Kúrdar landamæraborgina Tal Abyad af ISIS og undanfarna mánuði hafa þeir sótt fram gegn ISIS í norðurhluta Sýrlands undir skjóli loftárása Bandaríkjanna.

Hér má sjá sjálfsmorðsprengjuárás í Kobane í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×