Íslenski boltinn

Sjáið markið sem stal öllum stigum í Árbænum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásgeir Örn Arnþórsson.
Ásgeir Örn Arnþórsson. Vísir/Vilhelm
Varamaðurinn Ásgeir Örn Arnþórsson var hetja Fylkismanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Víkingum í fyrsta leik tíundu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma en hann hafði komið inn á sem varamaður á 57. mínútu leiksins.

Víkingar fengu fullt af færum til að skora sjálfir en höfðu ekki heppnina með sér í kvöld.

Fylkismenn náðu frábærri skyndisókn á fyrstu mínútu uppbótartímans og þar spilaði fyriliðinn Albert Brynjar Ingason Ásgeir Örn Arnþórsson frían og Ásgeir stal öllum stigunum fyrir sitt lið.

Fylkismenn voru ekki búnir að vinna deildarleik síðan í Keflavík fyrir mánuði síðan og sigur Árbæinga var því langþráður.

Hér fyrir neðan má sjá sigurmarkið hans Ásgeirs en þetta var fyrsta mark hans í Pepsi-deildinni á tímabilinu.




Tengdar fréttir

Ólafur: Jói Kalli átti að fá rautt

Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var vitanlega sár og svekktur eftir 1-0 tap gegn Fylki í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×