Íslenski boltinn

Sjáðu ótrúlegt sjálfsmark Fjarðabyggðar af 25 metra færi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gregg Ryder þjálfar Þrótt.
Gregg Ryder þjálfar Þrótt. vísir/daníel
Þróttur vann í gær 2-1 sigur á Fjarðabyggð í fyrstu deild karla, en annað mark Þróttar var í skrautlegra laginu.

Hlynur Hauksson kom Þrótturum yfir, en mark númer tvö var ótrúlegt. Bjarni Mark Antonsson gaf þá boltann til baka á markvörðinn, Kile Kennedy, sem gerði ekki betur en svo að missa boltann undir sig og inn.

Ótrúlegt mistök, en þau má sjá hér, á vefsíðu Sport-TV. Eftir sigurinn er Þróttur eitt á toppnum með 21 stig, en Fjarðabyggð er í því þriðja með fimmtán stig. Þróttur er með tveggja stiga forskot á Víking úr Ólafsvík sem er í öðru sætinu.

Tomas Meyer lýsti leiknum í dag, en öll mörkin má sjá í hlekknum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×