Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 11:53 Þing kemur saman innan skamms til að ræða frumvarpið. vísir/stefán Nú er hægt að skoða á vef Alþingis frumvarp um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í frumvarpinu er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila og bann við verkfalli frá því að lögin taka gildi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun mæla fyrir frumvarpinu þegar þingfundur hefst. Þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hefur ítrekað verið seinkað vegna þess að þingflokksfundir hafa dregist á langinn. Nú er áætlað að þingfundur hefjist klukkan 13.30. Samningsaðilum, sem frumvarpið nær til, er veittur frestur til 1. júlí nk. til þess að ljúka samningum sín í milli. Takist það ekki skipi Hæstiréttur Íslands þrjá menn í gerðardóm sem skeri úr um kjaramál þeirra félagsmanna sem aðild eiga að þeim stéttarfélögum sem tilgreind eru í 1. gr. frumvarpsins. Skal gerðardómur ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. hafi aðilar ekki gert með sér kjarasamning fyrir þann tíma. Ákvæði um gerðardóm er að mati ríkisstjórnarinnar til þess fallið að stuðla að nýrri nálgun í viðræðum deiluaðila en eigi að síður er þeim gefinn kostur á að ná samningum sín í milli fram til 1. júlí nk. áður en ákvæði um gerðardóm taka fullnaðargildi. Í athugasemdum við frumvarpið er bent á að lagasetningin sé nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna. Ríkið hafi um skeið ekki getað sinnt lögbundnum skyldum sínum og verkfallsaðgerðir á sjúkrahúsum hafi haft mikil áhrif og ógnað heilsu sjúklinga. Verkföll hjá sýslumannsembættum og dýralæknum hafi komið niður á réttindum annarra þegna samfélagsins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Nú er hægt að skoða á vef Alþingis frumvarp um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í frumvarpinu er kveðið á um friðarskyldu milli deiluaðila og bann við verkfalli frá því að lögin taka gildi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun mæla fyrir frumvarpinu þegar þingfundur hefst. Þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í morgun en hefur ítrekað verið seinkað vegna þess að þingflokksfundir hafa dregist á langinn. Nú er áætlað að þingfundur hefjist klukkan 13.30. Samningsaðilum, sem frumvarpið nær til, er veittur frestur til 1. júlí nk. til þess að ljúka samningum sín í milli. Takist það ekki skipi Hæstiréttur Íslands þrjá menn í gerðardóm sem skeri úr um kjaramál þeirra félagsmanna sem aðild eiga að þeim stéttarfélögum sem tilgreind eru í 1. gr. frumvarpsins. Skal gerðardómur ljúka störfum fyrir 15. ágúst nk. hafi aðilar ekki gert með sér kjarasamning fyrir þann tíma. Ákvæði um gerðardóm er að mati ríkisstjórnarinnar til þess fallið að stuðla að nýrri nálgun í viðræðum deiluaðila en eigi að síður er þeim gefinn kostur á að ná samningum sín í milli fram til 1. júlí nk. áður en ákvæði um gerðardóm taka fullnaðargildi. Í athugasemdum við frumvarpið er bent á að lagasetningin sé nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna. Ríkið hafi um skeið ekki getað sinnt lögbundnum skyldum sínum og verkfallsaðgerðir á sjúkrahúsum hafi haft mikil áhrif og ógnað heilsu sjúklinga. Verkföll hjá sýslumannsembættum og dýralæknum hafi komið niður á réttindum annarra þegna samfélagsins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01 Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53 Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Sjá meira
Sigmundur mun ekki flytja frumvarpið Fordæmalaust er að forsætisráðherra flytji ekki frumvarp um frestun verkfalla ef það snertir starfsstéttir fleiri en eins ráðuneytis. 12. júní 2015 08:01
Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Alþingi ræðir lagasetningu á verkföll stétta innan heilbrigðiskerfisins í dag. 12. júní 2015 10:53
Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir viðbúið að félagsmenn leiti út fyrir landsteinana eftir starfi ef lög verða sett á verkfall. Formaður samninganefndar BHM segir félagið tilbúið til samninga hvenær sem er. 12. júní 2015 07:00