Margt óljóst varðandi rétt þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. júní 2015 18:58 Margt er óljóst varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunarðaðgerðir en í nýrri meistararitgerð er sjónum beint að viðbrögðum stjórnvalda í PIP brjóstapúðamálinu. Tvö hundruð og fjórar íslenskar konur bíða þess að mál þeirra gegn TÜV Rheinland, sem sá um eftirlit með framleiðslu á PIP brjóstapúðunum, verði tekið fyrir í Frakklandi. Rúm fjögur ár eru liðin síðan hið svokallaða PIP brjóstapúðamál komst í hámæli eftir að upp komst um að sílikonpúðar frá fyrirtækinu Poly Implant Prothése hefðu verið fylltir með iðnaðarsílikoni sem kynni að vera krabbameinsvaldandi. Mál íslensku kvennanna verður tekið fyrir í undirrétti í Frakklandi 24. júlí næstkomandi. Þetta er annað málið sem er tekið fyrir en dómur í fyrsta málinu fellur 2. júlí. Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um meistararitgerð Margrétar Erlendsdóttur í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands þar sem kemur fram að mikil óvissa ríkir varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir. Margrét beindi sjónum sínum að viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í brjóstapúðamálinu. „Það er svo ótal margt í þessu sem að mínu viti er óljóst og loðið um stöðu þessarar þjónustu, ekki síst gagnavart heilbrigðiskerfinu. Mín kannski meginniðurstaða er sú að fegrunaraðgerðir eins og þarna er um að ræða – þarna er verið að breyta útliti fólks en ekki verið að lækna eða meðhöndla sjúkdóm eða endurhæfa. Þegar að svo er þá dreg ég í efa, að þetta sé hægt að kalla heilbrigðisþjónustu, og þar með að þetta veiti þau réttindi, sem fólki er tryggð ef um heilbrigðisþjónustu væri að ræða,“ segir Margrét. Lögmaður íslensku kvennanna segir margar þeirra hafa hlotið mikinn skaða vegna púðanna. „Þetta er alveg frá ökkla og upp í eyra. Sumar hafa fundið lítið sem ekkert fyrir þessu upp í að konur hafa orðið mjög veikar. Sílikon hefur lekið um líkamann og annað,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennana. Vinnist málið þá munu hópur sérfræðinga skoða mál hverrar konur fyrir sig til þess að ákveða bætur. „Við gerum ráð fyrir því að við fáum nú þrátt fyrir að dómurinn 2. júlí, sé kannski ekki hundrað prósent fordæmi fyrir íslensku konurnar en þá mun það mál gefa okkur góða vísbendingu um niðurstöðuna. Þannig maður vonar alltaf bara það besta,“ segir Saga. PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21. febrúar 2012 08:00 Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10. febrúar 2012 15:59 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 5. febrúar 2012 12:44 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Margt er óljóst varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunarðaðgerðir en í nýrri meistararitgerð er sjónum beint að viðbrögðum stjórnvalda í PIP brjóstapúðamálinu. Tvö hundruð og fjórar íslenskar konur bíða þess að mál þeirra gegn TÜV Rheinland, sem sá um eftirlit með framleiðslu á PIP brjóstapúðunum, verði tekið fyrir í Frakklandi. Rúm fjögur ár eru liðin síðan hið svokallaða PIP brjóstapúðamál komst í hámæli eftir að upp komst um að sílikonpúðar frá fyrirtækinu Poly Implant Prothése hefðu verið fylltir með iðnaðarsílikoni sem kynni að vera krabbameinsvaldandi. Mál íslensku kvennanna verður tekið fyrir í undirrétti í Frakklandi 24. júlí næstkomandi. Þetta er annað málið sem er tekið fyrir en dómur í fyrsta málinu fellur 2. júlí. Í Morgunblaðinu í dag var fjallað um meistararitgerð Margrétar Erlendsdóttur í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands þar sem kemur fram að mikil óvissa ríkir varðandi réttindi þeirra sem fara í fegrunaraðgerðir. Margrét beindi sjónum sínum að viðbrögðum íslenskra stjórnvalda í brjóstapúðamálinu. „Það er svo ótal margt í þessu sem að mínu viti er óljóst og loðið um stöðu þessarar þjónustu, ekki síst gagnavart heilbrigðiskerfinu. Mín kannski meginniðurstaða er sú að fegrunaraðgerðir eins og þarna er um að ræða – þarna er verið að breyta útliti fólks en ekki verið að lækna eða meðhöndla sjúkdóm eða endurhæfa. Þegar að svo er þá dreg ég í efa, að þetta sé hægt að kalla heilbrigðisþjónustu, og þar með að þetta veiti þau réttindi, sem fólki er tryggð ef um heilbrigðisþjónustu væri að ræða,“ segir Margrét. Lögmaður íslensku kvennanna segir margar þeirra hafa hlotið mikinn skaða vegna púðanna. „Þetta er alveg frá ökkla og upp í eyra. Sumar hafa fundið lítið sem ekkert fyrir þessu upp í að konur hafa orðið mjög veikar. Sílikon hefur lekið um líkamann og annað,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennana. Vinnist málið þá munu hópur sérfræðinga skoða mál hverrar konur fyrir sig til þess að ákveða bætur. „Við gerum ráð fyrir því að við fáum nú þrátt fyrir að dómurinn 2. júlí, sé kannski ekki hundrað prósent fordæmi fyrir íslensku konurnar en þá mun það mál gefa okkur góða vísbendingu um niðurstöðuna. Þannig maður vonar alltaf bara það besta,“ segir Saga.
PIP-brjóstapúðar Lýtalækningar Tengdar fréttir Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45 Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21. febrúar 2012 08:00 Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10. febrúar 2012 15:59 140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15 Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 5. febrúar 2012 12:44 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Sjá meira
Lögmaður neitar að afhenda nöfn þeirra sem fóru í sílíkonaðgerð Skattrannsóknastjóri hefur farið fram á það fyrir dómsstólum að lögmaður kvenna, sem fóru í sílíkonaðgerð hjá Jens Kjartanssyni, afhendi nöfn kvennanna. Lögmaðurinn neitar að afhenda persónugögn vegna trúnaðar við skjólstæðinga. 6. maí 2012 19:45
Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21. febrúar 2012 08:00
Tæplega 70% með leka púða Búið er að ómskoða 105 þeirra kvenna sem fengið hafa PIP-brjóstapúða í gegnum árin. Landlæknir hefur eftir Krabbameinsfélagi Íslands, sem annast ómskoðanirnar, að 71 kona hafi greinst með leka púða. Það þýðir að 68 prósent þeirra sem til Krabbameinsfélagsins hafa leitað hafa reynst vera með leka púða. Alls hafa um 400 konur fengið boð frá Krabbameinsfélaginu um að mæta í ómskoðun en ríkið mun sjá um kostnaðinn við brottnám PIP púðanna. 10. febrúar 2012 15:59
140 íslenskar konur í mál vegna brjóstapúðanna Konurnar taka þátt í hópmálsókn gegn þýska fyrirtækinu TÜV Reihnland sem bar ábyrgð á eftirliti með PIP brjóstapúðum. Málið var dómtekið í Frakklandi í dag. Þær eru meðal nokkur hundruð annarra kvenna víða úr heiminum sem eru einnig þátttakendur í málsókninni. 21. júlí 2014 19:15
Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað. 5. febrúar 2012 12:44