Al Jazeera um heilbrigðiskerfi Íslands: „Að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 14:23 Lög voru sett á verkfall hjúkrunarfræðinga eftir þriggja vikna verkfall. Vísir/Vilhelm Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fréttastofa Al Jazeera fjallaði í vikunni um ástand heilbrigðiskerfis Íslands í langri grein. Greinin ber fyrirsögnina: „Sótt að heilbrigðiskerfi Íslands frá öllum hliðum.“ Blaðamaðurinn Ned Resnikoff skrifar greinina en hann er sérfróður um verkalýðsmál meðal annars. „Á göngum Landspítalans, stærri spítalans af þeim tveimur stærstu á Íslandi, er örmögnunin áþreifanleg. Neyðarmóttakan á að vera mönnuð af tíu hjúkrunarfræðingum á hverri vakt. En í þrjár vikur í lok maí og snemma í júní þurfti bráðamóttakan að láta það ganga upp að hafa átta hjúkrunarfræðinga á vakt,“ segir í upphafi greinarinnar.Líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu Resnikoff hefur greinilega tekið viðtöl við íslenska hjúkrunarfræðinga þar sem þær lýsa ástandinu. „Auðvitað er maður bara rosalega þreyttur,“ sagði Hrönn Stefánsdóttir, ein hjúkrunarkona Landspítalans. „Ég er að vinna 33 klukkutíma um helgina og síðastliðna þrjá daga hefur verið einhver ónotatilfinning í maganum á mér, bara við að velta því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega.“ Í greininni er útskýrt að staðan í þessar þrjár vikur hafi verið afleiðing verkfalls sem skipulagt var af félagi hjúkrunarfræðinga til þess að mótmæla lágum launum og heilbrigðiskerfi sem nú þegar er að gefa eftir vegna niðurskurðar og landlægs spekileka (e.brain drain). „Mörgum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölum og heilsugæslustöðvum landsins líður eins og allt kerfið sé í niðurníðslu.“Skjáskot af greininni sem um ræðir.VísirÍsland langt á eftir öðrum Norðurlöndum Greinin fjallar einnig um hversu langt Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum þegar kemur að launum heilbrigðisstarfsmanna og í raun og veru hvað varðar allar aðrar stéttir líka. „Ég held að hjúkrunarfræðingar hafi beðið of lengi með það að segja hingað og ekki lengra. Af því að það er í eðli okkar, að hjálpa fólki,“ sagði Björg Þórhallsdóttir, söngkona og hjúkrunarfræðingur í hlutastarfi. „Og við þurftu mað gera það svo lengi, bara hlaupa hraðar, vinna meira, þangað til við fórum yfir mörk þess sem telst öruggt.“ Fjölmargir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum sínum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstétta í síðustu viku. Resnikoff ræddi við unga hjúkrunarkonu sem hefur aðeins starfað í fimm mánuði en hefur þegar sótt um leyfi til þess að starfa í Edinborg í Skotlandi. Hún heitir Margrét Guðmundsdóttir og er 26 ára gömul. „Ég er ung, ég á engin börn og mér líkar ekki umhverfið og launin hérna,“ sagði hún. „Þannig að ég ætla að fara.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26 Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12 Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30 Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. 19. júní 2015 10:26
Hjúkrunarfræðingar í mál við ríkið Stjórn FÍH ákvað í dag að fela lögmanni félagsins að höfða dómsmál gegn ríkinu vegna laga á verkfallsaðgerðir félagsins. 18. júní 2015 18:12
Mál BHM gegn ríkinu þingfest í dag Kæra Bandalags háskólamanna hefur hlotið flýtimeðferð og fer þingfesting fram klukkan 15 í dag. 19. júní 2015 11:30
Umræðan: Hjúkrunarfræðingur með uppsagnarbréfið í vasanum Starfsmenn gjörgæslu í Fossvogi segja andrúmsloftið á deildinni mjög sorglegt. 15. júní 2015 20:29