Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 1-1 | Eyjamenn stöðvuðu sigurgöngu Vals Tryggvi Páll Tryggvason á Vodafone-vellinum skrifar 21. júní 2015 00:01 Vísir/Andri Marinó Eyjamenn enduðu fimm leikja sigurgöngu Valsmanna og nældu sér í sín fyrstu stig á útivelli í 1-1 jafntefli Vals og ÍBV á Hlíðarenda í fyrsta leik níundu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Vodafone-vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Jonathan Glenn skoraði mark Eyjamanna úr víti í fyrri hálfleik en Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði metin í þeim síðari með laglegu marki. Valsmenn reyndu að sækja sigurinn eftir jöfnunarmarkið en það gekk ekki upp. Valsmenn hafa verið á á góðu skriði undanfarið og hljóta að vera svekktir með að ná aðeins jafntefli gegn botniliði deildarinnar. Sumarveðrið á Íslandi gerist ekki mikið betra en á Hlíðarenda í dag þegar Valur og ÍBV áttust við í glampasól og logni. Hlutskipti þessara liða hefur verið ólíkt undanfarna mánuði. Það hefur verið stígandi í leik Valsmanna sem fyrir þennan leik höfðu ekki tapað leik síðan 20. maí á meðan Eyjamenn áttu enn eftir að vinna sér inn stig á útivelli í Pepsi-deildinni. Það var augljóst frá byrjun að liðsmenn ÍBV ætluðu að selja sig dýrt og Hafsteinn Briem setti tóninn strax á 2. mínútu þegar hann fékk gult spjald fyrir ansi harkalega tæklingu á miðsvæðinu. Menn mættu af hörku í öll návígi og dómari leiksins, Valdemar Pálsson stóð í ströngu frá 1. mínútu. Það voru þó Valsmenn sem byrjuðu leikinn betur og það fór yfirleitt í gegum framherja Valsmanna, Patrick Pedersen. Daninn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað 5 mörk í síðustu 4 leikjum. Hann tengdi vel við leikmennina í kringum sig, sérstaklega Kristinn Frey Sigurðsson og Sigurð Egil Lárusson og samvinna þessara leikmanna skapaði nokkur ágætis færi. Strax á 8. mínútu stakk Kristinn Freyr boltanum inn á Pedersen sem tók sér ef til vill aðeins of langan tíma í að stilla boltanum upp áður en að skotið reið af og varnarmenn ÍBV komust í boltann. Pedersen var aftur á ferðinni skömmu seinna þegar hann og Sigurður Egill tóku laglegan þríhyrning á vinstri kantinum sem endaði með því að Pedersen skaut yfir úr ákjósanlegu færi. Kristinn Freyr og Haukur Páll komust einnig í góð skotfæri eftir undirbúning Pedersen en varnarmenn ÍBV voru mjög duglegir í því að henda sér fyrir skot Valsmanna. Eftir um 25. mínútna leik færðu Eyjamenn sig aðeins framar á völlinn og áttu nokkrar skottilraunir, besta færi þeirra átti Jonathan Glenn eftir laglegt spil en líkt og Pedersen hinu megin var hann of lengi að athafna sig og skot hans úr teignum var tæklað niður af varnarmönnum Vals. Jonathan Glenn brást þó ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn á 37. mínútu eftir að Eyjamenn fengu víti. Eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu fékk Hafsteinn Briem spark í höfuðið og Valdemar Pálsson dæmdi víti, umdeild ákvörðun en endursýningar sýndu að líklega var hún rétt. Spyrna Glenn var einstaklega örugg og Ingvar Kale í markinu átti ekki möguleika. Eyjamenn fóru því með 0-1 forystu inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik gat ÍBV setið til baka og leyft sér að verjast á mörgum mönnum á meðan Valsarar bönkuðu á hurðina. Sóknaraðgerðir þeirra voru þó ekki nógu markvissar lengst af. Sem dæmi um það fengu þeir annað af sínu bestu færum eftir mistök í vörn ÍBV þegar Hafsteinn Briem hreinsaði boltann aftur fyrir sig beint á Patrick Pedersen sem var kominn í gegn. Sigurður Egill fékk boltann í dauðafæri við markið en skaut beint í Guðjón Orra í markinu. Eftir þetta gerði Ólafur Jóhannesson tvöfalda skiptingu og tók báða kantmenn sína útaf á 60. mínútu. Við það frískaðist leikur Valsmanna og þeir uppskáru mark á 68. mínútu. Lagleg sókn upp vinstri vænginn endaði með því að Patrick Pedersen skallaði í slánna en Kristinn Freyr sem lúrði í teignum hirti frákastið og setti boltann í markið. Eftir jöfnunarmarkið var leikurinn jafn og bæði lið freistuðu þess að ná sigurmarkinu. Valsmenn komust næst því þegar skot Iain Williamson úr aukaspyrnu rataði á markið en Guðjón Orri átti í mestu vandræðum með það. Valsmenn vildu reyndar fá víti en brotið sem skilaði aukaspyrnunni var á vítateigslínunni. Þetta var besta færið til þess að grípa stigin þrjú en lokaniðurstaðan nokkuð sanngjarnt jafntefli.Vísir/Vilhelm Jóhannes Harðarson: Klárt víti Jóhannes Harðarson þjálfari ÍBV var nokkuð ánægður í leikslok en þó svekktur í leikslok með það að ná ekk sigri: „Frammistaðan er góð og baráttan og viljinn var til staðar hér í dag og það er lykilllinn að þessu öllu saman. Fyrirfram hefði maður kannski þegið stigið en ég er engu að síður svolítið svekktur með að hafa ekki náð í öll stigin eins og leikurinn þróaðist og hvernig við spilum. Í fyrri hálfleik finnst mér við vera að spila prýðilegan fótbolta, fáum færi og stangarskot.“ Erfitt var að sjá hvort að vítaspyrnudómurinn hefði verið réttur en Jóhannes var á því að dómarinn hefði staðið sig vel í dag: „Frá mínum sjónarhorni var þetta nokkuð klárt. Mér fannst dómarinn vera feykilega góður í dag og ég vil hrósa honum fyrir góða dómgæslu. Hann var samkvæmur sjálfum sér, ekkert misræmi í því sem hann er að gera og dæmdi prýðillega í báðar áttir og með því betra sem ég upplifað varðandi það.“ Jóhannes var ánægður með vítaspyrnuna hjá Glenn sem var með eindæmum örugg: „Það er ómögulegt að verja hann þarna og virkilega vel sett hjá honum. Jóhannes hefur þó ekki séð Glenn æfa spyrnurnar neitt sérstaklega: „Það er þá í leyni, ég hef ekki séð hann taka eitt einasta víti á æfingarsvæðinu.“ Eyjamenn eru í harðri botnbaráttu og þetta fyrsta útivallarstig er án efa kærkomið en Jóhannes segist vera ánægður með spilamennsku liðsins undanfarið: „Þetta er búið að vera jákvætt að undanförnu, við tökum þetta með okkur og byggjum ofan á þetta."Vísir/Valli Ólafur Jóhannesson: Ánægður með að fá jafntefli Það var annað hljóð í Ólafi Jóhanessyni þjálfara Vals sem var sáttur með stigið í dag: „Eins og leikurinn þróaðist þá er ég ánægður með að fá jafntefli. Við vorum eiginlega ekki með í fyrri hálfleik og vorum frekar daprir þá en bættum okkur verulega í seinni hálfleik, uppskárum mark og stig.“ Líkt og Jóhannes taldi hann þó að vítaspyrnudómurinn hefði verið réttur: „Frá því þar sem ég var sýndist mér það vera víti.“ Hann hefði þó engan veginn geta séð hvort að Kristinn Freyr hefði verið fyrir innan eða utan teig þegar Valsmenn fengu aukaspyrnu er Kristinn var felldur á mörkum vítateigsins: „Nei, það er ekki nokkur leið fyrir mig að sjá það.“ Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verið að nálgast liðin þrjú á toppnum. Ólafur blés þó á að Valsmenn væru í toppbaráttunni, einn leikur í einu væri það sem gilti: „Það eina sem við erum að gera er að við tökum einn leik fyrir í einu og svo skoðum við hvað við fáum mörg stig. Við höldum bara áfram.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Eyjamenn enduðu fimm leikja sigurgöngu Valsmanna og nældu sér í sín fyrstu stig á útivelli í 1-1 jafntefli Vals og ÍBV á Hlíðarenda í fyrsta leik níundu umferðar Pepsi-deildar karla í fótbolta.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Vodafone-vellinum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Jonathan Glenn skoraði mark Eyjamanna úr víti í fyrri hálfleik en Kristinn Freyr Sigurðsson jafnaði metin í þeim síðari með laglegu marki. Valsmenn reyndu að sækja sigurinn eftir jöfnunarmarkið en það gekk ekki upp. Valsmenn hafa verið á á góðu skriði undanfarið og hljóta að vera svekktir með að ná aðeins jafntefli gegn botniliði deildarinnar. Sumarveðrið á Íslandi gerist ekki mikið betra en á Hlíðarenda í dag þegar Valur og ÍBV áttust við í glampasól og logni. Hlutskipti þessara liða hefur verið ólíkt undanfarna mánuði. Það hefur verið stígandi í leik Valsmanna sem fyrir þennan leik höfðu ekki tapað leik síðan 20. maí á meðan Eyjamenn áttu enn eftir að vinna sér inn stig á útivelli í Pepsi-deildinni. Það var augljóst frá byrjun að liðsmenn ÍBV ætluðu að selja sig dýrt og Hafsteinn Briem setti tóninn strax á 2. mínútu þegar hann fékk gult spjald fyrir ansi harkalega tæklingu á miðsvæðinu. Menn mættu af hörku í öll návígi og dómari leiksins, Valdemar Pálsson stóð í ströngu frá 1. mínútu. Það voru þó Valsmenn sem byrjuðu leikinn betur og það fór yfirleitt í gegum framherja Valsmanna, Patrick Pedersen. Daninn hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað 5 mörk í síðustu 4 leikjum. Hann tengdi vel við leikmennina í kringum sig, sérstaklega Kristinn Frey Sigurðsson og Sigurð Egil Lárusson og samvinna þessara leikmanna skapaði nokkur ágætis færi. Strax á 8. mínútu stakk Kristinn Freyr boltanum inn á Pedersen sem tók sér ef til vill aðeins of langan tíma í að stilla boltanum upp áður en að skotið reið af og varnarmenn ÍBV komust í boltann. Pedersen var aftur á ferðinni skömmu seinna þegar hann og Sigurður Egill tóku laglegan þríhyrning á vinstri kantinum sem endaði með því að Pedersen skaut yfir úr ákjósanlegu færi. Kristinn Freyr og Haukur Páll komust einnig í góð skotfæri eftir undirbúning Pedersen en varnarmenn ÍBV voru mjög duglegir í því að henda sér fyrir skot Valsmanna. Eftir um 25. mínútna leik færðu Eyjamenn sig aðeins framar á völlinn og áttu nokkrar skottilraunir, besta færi þeirra átti Jonathan Glenn eftir laglegt spil en líkt og Pedersen hinu megin var hann of lengi að athafna sig og skot hans úr teignum var tæklað niður af varnarmönnum Vals. Jonathan Glenn brást þó ekki bogalistinn þegar hann steig á punktinn á 37. mínútu eftir að Eyjamenn fengu víti. Eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu fékk Hafsteinn Briem spark í höfuðið og Valdemar Pálsson dæmdi víti, umdeild ákvörðun en endursýningar sýndu að líklega var hún rétt. Spyrna Glenn var einstaklega örugg og Ingvar Kale í markinu átti ekki möguleika. Eyjamenn fóru því með 0-1 forystu inn í hálfleikinn. Í seinni hálfleik gat ÍBV setið til baka og leyft sér að verjast á mörgum mönnum á meðan Valsarar bönkuðu á hurðina. Sóknaraðgerðir þeirra voru þó ekki nógu markvissar lengst af. Sem dæmi um það fengu þeir annað af sínu bestu færum eftir mistök í vörn ÍBV þegar Hafsteinn Briem hreinsaði boltann aftur fyrir sig beint á Patrick Pedersen sem var kominn í gegn. Sigurður Egill fékk boltann í dauðafæri við markið en skaut beint í Guðjón Orra í markinu. Eftir þetta gerði Ólafur Jóhannesson tvöfalda skiptingu og tók báða kantmenn sína útaf á 60. mínútu. Við það frískaðist leikur Valsmanna og þeir uppskáru mark á 68. mínútu. Lagleg sókn upp vinstri vænginn endaði með því að Patrick Pedersen skallaði í slánna en Kristinn Freyr sem lúrði í teignum hirti frákastið og setti boltann í markið. Eftir jöfnunarmarkið var leikurinn jafn og bæði lið freistuðu þess að ná sigurmarkinu. Valsmenn komust næst því þegar skot Iain Williamson úr aukaspyrnu rataði á markið en Guðjón Orri átti í mestu vandræðum með það. Valsmenn vildu reyndar fá víti en brotið sem skilaði aukaspyrnunni var á vítateigslínunni. Þetta var besta færið til þess að grípa stigin þrjú en lokaniðurstaðan nokkuð sanngjarnt jafntefli.Vísir/Vilhelm Jóhannes Harðarson: Klárt víti Jóhannes Harðarson þjálfari ÍBV var nokkuð ánægður í leikslok en þó svekktur í leikslok með það að ná ekk sigri: „Frammistaðan er góð og baráttan og viljinn var til staðar hér í dag og það er lykilllinn að þessu öllu saman. Fyrirfram hefði maður kannski þegið stigið en ég er engu að síður svolítið svekktur með að hafa ekki náð í öll stigin eins og leikurinn þróaðist og hvernig við spilum. Í fyrri hálfleik finnst mér við vera að spila prýðilegan fótbolta, fáum færi og stangarskot.“ Erfitt var að sjá hvort að vítaspyrnudómurinn hefði verið réttur en Jóhannes var á því að dómarinn hefði staðið sig vel í dag: „Frá mínum sjónarhorni var þetta nokkuð klárt. Mér fannst dómarinn vera feykilega góður í dag og ég vil hrósa honum fyrir góða dómgæslu. Hann var samkvæmur sjálfum sér, ekkert misræmi í því sem hann er að gera og dæmdi prýðillega í báðar áttir og með því betra sem ég upplifað varðandi það.“ Jóhannes var ánægður með vítaspyrnuna hjá Glenn sem var með eindæmum örugg: „Það er ómögulegt að verja hann þarna og virkilega vel sett hjá honum. Jóhannes hefur þó ekki séð Glenn æfa spyrnurnar neitt sérstaklega: „Það er þá í leyni, ég hef ekki séð hann taka eitt einasta víti á æfingarsvæðinu.“ Eyjamenn eru í harðri botnbaráttu og þetta fyrsta útivallarstig er án efa kærkomið en Jóhannes segist vera ánægður með spilamennsku liðsins undanfarið: „Þetta er búið að vera jákvætt að undanförnu, við tökum þetta með okkur og byggjum ofan á þetta."Vísir/Valli Ólafur Jóhannesson: Ánægður með að fá jafntefli Það var annað hljóð í Ólafi Jóhanessyni þjálfara Vals sem var sáttur með stigið í dag: „Eins og leikurinn þróaðist þá er ég ánægður með að fá jafntefli. Við vorum eiginlega ekki með í fyrri hálfleik og vorum frekar daprir þá en bættum okkur verulega í seinni hálfleik, uppskárum mark og stig.“ Líkt og Jóhannes taldi hann þó að vítaspyrnudómurinn hefði verið réttur: „Frá því þar sem ég var sýndist mér það vera víti.“ Hann hefði þó engan veginn geta séð hvort að Kristinn Freyr hefði verið fyrir innan eða utan teig þegar Valsmenn fengu aukaspyrnu er Kristinn var felldur á mörkum vítateigsins: „Nei, það er ekki nokkur leið fyrir mig að sjá það.“ Valsmenn hafa verið á góðu skriði og verið að nálgast liðin þrjú á toppnum. Ólafur blés þó á að Valsmenn væru í toppbaráttunni, einn leikur í einu væri það sem gilti: „Það eina sem við erum að gera er að við tökum einn leik fyrir í einu og svo skoðum við hvað við fáum mörg stig. Við höldum bara áfram.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti