Eignarhaldsfélagið Þú Blásól var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 20. maí síðastliðinn. Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu lýsir skiptastjórinn, Pétur Már Jónsson, eftir kröfum í búið.
Ársreikningi félagsins var síðast skilað inn árið 2007, en samkvæmt honum var eini eigandi félagsins Jón Ásgeir Jóhannesson. Talsvert var rætt um félagið snemma árs árið 2010 þegar skiptastjóri Fons, sem var áður eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar, vildi láta rifta ellefu samningum sem höfðu verið gerðir upp á samtals níu milljarða króna. Þar á meðal var greiðsla upp á milljarð sem var lögð inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Síðar sendi Pálmi frá sér yfirlýsingu þess eðlis að um fjárfestingarsamning hefði verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól.
Þessi umrædda færsla er á meðal ákæruefna í Aurum-málinu svokallaða, sem Hæstiréttur dæmdi á dögunum að skyldi taka aftur til efnislegrar meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Eignarhaldsfélag Jóns Ásgeirs gjaldþrota
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Spotify liggur niðri
Neytendur

Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent