Pálmi Haralds: Milljarðurinn var „fjárfestingarsamningur“ 27. janúar 2010 21:02 Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin." Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Í tilkynningunni segir Pálmi að um fjárfestingarsamning hafi verið að ræða sem Fons gerði við Þú Blásól efhf, félag í eigu Jóns Ásgeirs. Heimildir fréttastofu herma að greiðslunum hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons en Pálmi segir að í bókhaldinu séu engar tólf færslur vegna þessarar ráðstöfunar, „né tengist þessi ráðstöfun öðrum málum," eins og Pálmi orðar það. Þá sagði fréttastofa frá arðgreiðslu sem skiptastjóri vill rifta frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna til félagsins Matthews Holding SA í Lúxemborg. Það félag var í eigu Pálma og viðskiptafélaga hans Jóhannesar Kristinssonar. Um þá greiðslu segir Pálmi: „Arðgreiðsla Fons á árinu 2007 vegna rekstrarársins 2006 var tekin á lögmætum hluthafafundi félagsins að tillögu stjórnar þess með samþykki eina lánveitanda félagsins á þeim tíma. Eigið fé félagsins var á þessum tíma fjörutíu milljarðar. Öll skilyrði arðgreiðslu samkvæmt hlutafélagalögum voru því fyrir hendi, þegar ákvörðunin var tekin."
Tengdar fréttir Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35 Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50 Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Sjá meira
Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag. 27. janúar 2010 18:35
Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 27. janúar 2010 19:50
Milljarðurinn fór til Jóns Ásgeirs í tveimur greiðslum Milljarðurinn sem Jón Ásgeir Jóhannesson fékk frá Fons, eignarhaldsfélagi Pálma Haraldssonar, var greiddur í tveimur færslum síðla árs 2008, um það leyti sem íslenska bankakerfið riðaði til falls. 27. janúar 2010 20:28