Umsögn um endurupptöku skilað í dag Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2015 15:09 Endurupptökubeiðnirnar byggja að mestu á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar sem komst að þeirri niðurstöðu að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Vísir/GVA Davíð Þór Björgvinnsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, mun skila í dag umsögn sinni um endurupptökubeiðni málsins. Umsögninni mun hann skila til endurupptökunefndar. Umsögn Davíðs kemur að tveimur endurupptökubeiðnum frá Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni. Skilafrestur umsagnarinnar hefur verið framlengdur þrisvar sinnum og rennur út í dag. Sjá einnig: Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars 2013 til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku um sumarið. Davíð Þór vill ekki tjá sig um umsögnina og segir það vera verk upptökunefndarinnar. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í dag.Fimm beiðnir borist Alls hafa fimm endurupptökubeiðnir borist. Nú síðast frá erfingjum þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Beiðnirnar byggja að mestu á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar sem komst að þeirri niðurstöðu að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þá samþykkti Alþingi í fyrra lög sem gera aðstandendum látinna dómþola kleift að biðja um endurupptöku mála þeirra. Erla Bolladóttir var dæmd í þriggja ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson var dæmdur í tíu ára fangelsi. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi og Sævar Ciecielski var dæmdur í sautján ára fangelsi. Einnig barst endurupptökubeiðni frá Alberti Klahn Skaftasyni. Hann var dæmdur í ársfangelsi fyrir að tálma rannsókn málsins á sínum tíma. Björn Bergsson, formaður upptökunefndarinnar, segir að umsögnin verði svo send til Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra Erlu og Guðjóns. Hann muni gera athugasemdir um umsögn Davíðs. Án þess að hafa séð umfang umsagnirinnar gerir Björn ráð fyrir því að Ragnari verði veittur frestur til ágústloka. Alþingi Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra. 13. mars 2015 13:10 Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna. 17. desember 2014 13:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Davíð Þór Björgvinnsson, settur ríkissaksóknari í Guðmundar og Geirfinnsmálinu, mun skila í dag umsögn sinni um endurupptökubeiðni málsins. Umsögninni mun hann skila til endurupptökunefndar. Umsögn Davíðs kemur að tveimur endurupptökubeiðnum frá Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni. Skilafrestur umsagnarinnar hefur verið framlengdur þrisvar sinnum og rennur út í dag. Sjá einnig: Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars 2013 til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku um sumarið. Davíð Þór vill ekki tjá sig um umsögnina og segir það vera verk upptökunefndarinnar. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í dag.Fimm beiðnir borist Alls hafa fimm endurupptökubeiðnir borist. Nú síðast frá erfingjum þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar og Sævars Ciesielski. Beiðnirnar byggja að mestu á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar sem komst að þeirri niðurstöðu að frumburðir sakborninga hafi ýmist verið falskir eða óáreiðanlegir. Því standi veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þá samþykkti Alþingi í fyrra lög sem gera aðstandendum látinna dómþola kleift að biðja um endurupptöku mála þeirra. Erla Bolladóttir var dæmd í þriggja ára fangelsi. Guðjón Skarphéðinsson var dæmdur í tíu ára fangelsi. Tryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi og Sævar Ciecielski var dæmdur í sautján ára fangelsi. Einnig barst endurupptökubeiðni frá Alberti Klahn Skaftasyni. Hann var dæmdur í ársfangelsi fyrir að tálma rannsókn málsins á sínum tíma. Björn Bergsson, formaður upptökunefndarinnar, segir að umsögnin verði svo send til Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra Erlu og Guðjóns. Hann muni gera athugasemdir um umsögn Davíðs. Án þess að hafa séð umfang umsagnirinnar gerir Björn ráð fyrir því að Ragnari verði veittur frestur til ágústloka.
Alþingi Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34 Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55 Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra. 13. mars 2015 13:10 Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna. 17. desember 2014 13:10 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Davíð Þór tjáði sig um Guðmundar- og Geirfinnsmálin árið 1997 Settur saksóknari til að fara yfir endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, tjáði sig ítarlega um málið í sjónvarpsþætti á RÚV árið 1997. 3. október 2014 19:34
Davíð Þór settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor og fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu hefur verið ráðinn til að taka við verkefni ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar -og Geirfinnsmálinu. 3. október 2014 11:55
Fara fram á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu Beiðnin byggir að stórum hluta á skýrslu starfshóps Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi innanríkisráðherra. 13. mars 2015 13:10
Ættingjar látinna sakborninga geta krafist endurupptöku Alþingi setti lög í gærkvöldi sem gera ættingjum tveggja dæmdra manna í Guðmundar- og Geirfinnsmálum kleift að krefjast endurupptöku málanna. 17. desember 2014 13:10