Lífið

Systurnar setja Twitter á hliðina

Stefán Árni Pálsson skrifar
#Fjárkúgun er að trenda á Twitter.
#Fjárkúgun er að trenda á Twitter. vísir/valli
Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.

Lögreglan handtók Malín og Hlín í Hafnarfirði um hádegisbil á föstudag. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni segir að þær hafi játað að hafa sent Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra bréf þar sem þær reyndu að kúga fé út úr honum.

Sjá einnig: Reyndu að kúga fé út úr Sigmundi Davíð

Konurnar tvær eru ekki nafngreindar í tilkynningu lögreglunnar en Vísir greindi frá því fyrr í dag að það væru Hlín og Malín.

Lögreglan segir að í bréfinu hafi þær tilgreint að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Þar voru þær handteknar.

Sjá einnig: Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra

Íslendingar hafa greinilega skoðun á málinu og hefur kassamerkið #fjárkúgun verið gríðarlega fyrirferðamikið á Twitter. 

Hér að neðan má fylgjast með umræðunni á Twitter. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.