Kærustupar dúx og semidúx Borgarholtsskóla Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2015 22:43 Jón og Brynhildur með hvítu kollana. vísir/pjetur/aðsend „Ég hreinlega veit það ekki,“ segir Jón Pálsson og hlær er hann er inntur eftir því hvað fór úrskeiðis hjá honum. Jón er semidúx Borgarholtsskóla þetta árið en hann útskrifaðist með meðaleinkunina 9,35. Kærasta hans, Brynhildur Ásgeirsdóttir, var hins vegar dúx skólans með einkunnina 9,39. „Hún lærði meira heima og lagði meira á sig.“ „Jón er þessi týpíski dúx sem hefur lítið sem ekkert fyrir náminu og man allt. Ég las meira og hafði meira fyrir þessu,“ segir Brynhildur en hún útskrifaðist af málabraut skólans en Jón af viðskipta- og hagfræðibraut. Að auki var hann á afreksbraut fyrir íþróttamenn en hann spilar handbolta með Fjölni. Semidúxinn og dúxinn á útskriftardaginn.vísir/aðsend Bæði hafa þau mikinn áhuga á þýsku og voru til að mynda í fyrsta og öðru sæti í þýskuþraut framhaldsskólanna. Í forkeppni ólympíuleikanna urðu þau í fyrsta og þriðja sæti. „Því miður fengu bara efstu tveir út að keppa þannig ég var skilinn eftir heima,“ segir Jón. Að auki hefur hann mikinn áhuga á stærðfræði og útskrifaðist með 33 einingar úr því fagi. Hann stefnir á nám í stærðfræði í Háskóla Íslands í haust en Brynhildur ætlar einmitt í þýsku. „Það er gaman að segja frá því að ég er nú þegar orðin formaður nemendafélags erlendra tungumála í HÍ. Það eru svo fáir eftir í hverju fagi fyrir sig að ákveðið var að búa til nemendafélag fyrir öll fögin og ég fæ að vera fyrist formaður þess,“ en Brynhildur hefur áhyggjur af viðhorfi margra til tungumálakennslu. „Það eru svo fáir eftir á málabraut í Borgarholtsskóla til að mynda að ekki var tekið við nýnemum á hana núna. Það eru margir sem telja að með því að kunna ensku þá kunnirðu nóg en þriðja tungumálið bætir svo ótrúlega miklu við. Tungumál koma alltaf til með að nýtast þér.“ Að loknu háskólanámi vita þau ekki hvað þau ætla að starfa við í framtíðinni en þau langar í framhaldsnám til Berlínar. „En við vitum allavega að við sjáum ekki eftir því að hafa valið Borgó. Námið er frábært og kennararnir enn betri. Við mælum með honum fyrir hvern sem er.“ Dúxar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
„Ég hreinlega veit það ekki,“ segir Jón Pálsson og hlær er hann er inntur eftir því hvað fór úrskeiðis hjá honum. Jón er semidúx Borgarholtsskóla þetta árið en hann útskrifaðist með meðaleinkunina 9,35. Kærasta hans, Brynhildur Ásgeirsdóttir, var hins vegar dúx skólans með einkunnina 9,39. „Hún lærði meira heima og lagði meira á sig.“ „Jón er þessi týpíski dúx sem hefur lítið sem ekkert fyrir náminu og man allt. Ég las meira og hafði meira fyrir þessu,“ segir Brynhildur en hún útskrifaðist af málabraut skólans en Jón af viðskipta- og hagfræðibraut. Að auki var hann á afreksbraut fyrir íþróttamenn en hann spilar handbolta með Fjölni. Semidúxinn og dúxinn á útskriftardaginn.vísir/aðsend Bæði hafa þau mikinn áhuga á þýsku og voru til að mynda í fyrsta og öðru sæti í þýskuþraut framhaldsskólanna. Í forkeppni ólympíuleikanna urðu þau í fyrsta og þriðja sæti. „Því miður fengu bara efstu tveir út að keppa þannig ég var skilinn eftir heima,“ segir Jón. Að auki hefur hann mikinn áhuga á stærðfræði og útskrifaðist með 33 einingar úr því fagi. Hann stefnir á nám í stærðfræði í Háskóla Íslands í haust en Brynhildur ætlar einmitt í þýsku. „Það er gaman að segja frá því að ég er nú þegar orðin formaður nemendafélags erlendra tungumála í HÍ. Það eru svo fáir eftir í hverju fagi fyrir sig að ákveðið var að búa til nemendafélag fyrir öll fögin og ég fæ að vera fyrist formaður þess,“ en Brynhildur hefur áhyggjur af viðhorfi margra til tungumálakennslu. „Það eru svo fáir eftir á málabraut í Borgarholtsskóla til að mynda að ekki var tekið við nýnemum á hana núna. Það eru margir sem telja að með því að kunna ensku þá kunnirðu nóg en þriðja tungumálið bætir svo ótrúlega miklu við. Tungumál koma alltaf til með að nýtast þér.“ Að loknu háskólanámi vita þau ekki hvað þau ætla að starfa við í framtíðinni en þau langar í framhaldsnám til Berlínar. „En við vitum allavega að við sjáum ekki eftir því að hafa valið Borgó. Námið er frábært og kennararnir enn betri. Við mælum með honum fyrir hvern sem er.“
Dúxar Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira