Húsgagna-, blóma- og kjötsskortur vegna verkfalla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. júní 2015 20:00 Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann. Garðyrkja Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann.
Garðyrkja Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira