Mikil vöntun á vörum í IKEA vegna verkfalls Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. júní 2015 11:12 Talsvert mikið er um miða sem á stendur að vörur séu uppseldar en væntanlegar í versluninni. Vísir „Þetta hefur ansi mikil áhrif. Við erum með mikið af vörum sem eru bara stopp og koma ekkert fyrr en verkfallið endar,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en verkfall BHM hefur mikil áhrif á starfsemi IKEA. Það orsakast af því að Matvælastofnun, sem er ein af þeim stofnunum sem verkfall BHM nær til, hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. „Þetta er mjög sérstakt. Við erum að flytja inn greinar, skrautgreinar sem eru löngu, löngu dauðar en falla samt sem áður undir tollalög sem greinar. Þar af leiðandi eru þær stoppaðar eins og þetta sé jurt,“ útskýrir Þórarinn. Þarna eru því gámar að stoppa í tollinum vegna greina sem eru skrautgreinar en falla undir tollaflokk lifandi greina. „Þetta er að trufla okkur þar sem greinarnar eru með í gámum sem eru með allskonar vörum sem eru þá stopp. Þetta hefur því áhrif á marga aðila. Til dæmis geta þeir sem eru að fá sér eldhúsinnréttingu ekki fengið skúffuframhliðar og svoleiðis.“Framkvæmdastjóri IKEA segir verkfallið hafa haft víðtæk áhrif.VísirGerðu sér ekki grein fyrir áhrifunum í upphafi Vörunum er ekki raðað í gáma eftir flokkum heldur miðar röðunin að því að spara sem mest pláss. „Allt sem maður getur fundið í IKEA getur því verið í þessum gámum. Það er talsvert mikið um vantanir á vörum sem má rekja beint til þessa.“ Þórarinn segir fyrirtækið ekki hafa gert sér grein fyrir þessu áður en verkfallið skall á. IKEA flytur einnig inn nokkuð af mat og beindu þau því sjónum sínum að innflutningi á honum. Kjötbollurnar víðfrægu verða þó á sínum stað. „Bróðurparturinn af matnum er framleiddur hér á landi. Þannig að þetta hefur engin áhrif á kjötbollurnar, þær eru framleiddar á Húsavík.“ Sem dæmi um vörur sem vantar alfarið í verslunina eru svartar gardínufestingar, tiltekin ljós og straumbreytar fyrir eldhúsinnréttingar, ákveðin borðstofuhúsgögn og fleira. „Ef menn ganga um búðina er mikið af miðum sem á stendur: Ekki til en væntanlegt. Það er meira og minna allt útaf þessu.“Starfsmenn IKEA munu þurfa að starfa í aukavinnu þegar loksins verður hægt að afferma gámana.Vísir/GVAVerslunin hefur orðið fyrir fjártjóni Þórarinn bendir síðan á að þó að verkfallið leysist komi til með að taka nokkrar vikur að vinda ofan af þeim áhrifum sem verkfallið hefur haft. „Það er ekki hægt að losa hundrað gáma í einu.“ Hann segir deginum ljósara að verkfallið hefur valdið fjártjóni fyrir IKEA en hins vegar sé spurning hvort það vinnist tilbaka. „Þetta er ekki hjá okkur eins og hjá kjúklingabændum sem eru að lenda í verulegu fjártjóni. En það segir sig sjálft að þegar þessir gámar loks koma þá þarf mannskap í nætur-og helgarvinnu til að losa þá.“ Gámarnir standa í portum hjá Eimskip og Samskip en samkvæmt Þórarni hafa fyrirtæki alla jafna mánuð til að losa gáma sína. Aukinn tilkostnaður vegna gámageymslu er ekki ljós að svo stöddu. „Það hljóta öll port að fara að fyllast hjá Eimskip og Samskip. Eðlilega geta þeir ekki geymt þetta endalaust fyrir mann ókeypis. Þeir eru með takmarkað pláss.“ Þórarinn vonar að verkfallið leysist á farsælan hátt en það hefur nú staðið síðan í byrjun apríl. Samninganefndum BHM og ríkisins hefur ekki tekist að semja en nýjasta vendingin í málinu er sú að ríkisstjórnin hyggst skipa sáttanefnd. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, telur slíkt einvörðgungu til þess fallið að hægja á kjaraviðræðum enn frekar. Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
„Þetta hefur ansi mikil áhrif. Við erum með mikið af vörum sem eru bara stopp og koma ekkert fyrr en verkfallið endar,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, en verkfall BHM hefur mikil áhrif á starfsemi IKEA. Það orsakast af því að Matvælastofnun, sem er ein af þeim stofnunum sem verkfall BHM nær til, hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. „Þetta er mjög sérstakt. Við erum að flytja inn greinar, skrautgreinar sem eru löngu, löngu dauðar en falla samt sem áður undir tollalög sem greinar. Þar af leiðandi eru þær stoppaðar eins og þetta sé jurt,“ útskýrir Þórarinn. Þarna eru því gámar að stoppa í tollinum vegna greina sem eru skrautgreinar en falla undir tollaflokk lifandi greina. „Þetta er að trufla okkur þar sem greinarnar eru með í gámum sem eru með allskonar vörum sem eru þá stopp. Þetta hefur því áhrif á marga aðila. Til dæmis geta þeir sem eru að fá sér eldhúsinnréttingu ekki fengið skúffuframhliðar og svoleiðis.“Framkvæmdastjóri IKEA segir verkfallið hafa haft víðtæk áhrif.VísirGerðu sér ekki grein fyrir áhrifunum í upphafi Vörunum er ekki raðað í gáma eftir flokkum heldur miðar röðunin að því að spara sem mest pláss. „Allt sem maður getur fundið í IKEA getur því verið í þessum gámum. Það er talsvert mikið um vantanir á vörum sem má rekja beint til þessa.“ Þórarinn segir fyrirtækið ekki hafa gert sér grein fyrir þessu áður en verkfallið skall á. IKEA flytur einnig inn nokkuð af mat og beindu þau því sjónum sínum að innflutningi á honum. Kjötbollurnar víðfrægu verða þó á sínum stað. „Bróðurparturinn af matnum er framleiddur hér á landi. Þannig að þetta hefur engin áhrif á kjötbollurnar, þær eru framleiddar á Húsavík.“ Sem dæmi um vörur sem vantar alfarið í verslunina eru svartar gardínufestingar, tiltekin ljós og straumbreytar fyrir eldhúsinnréttingar, ákveðin borðstofuhúsgögn og fleira. „Ef menn ganga um búðina er mikið af miðum sem á stendur: Ekki til en væntanlegt. Það er meira og minna allt útaf þessu.“Starfsmenn IKEA munu þurfa að starfa í aukavinnu þegar loksins verður hægt að afferma gámana.Vísir/GVAVerslunin hefur orðið fyrir fjártjóni Þórarinn bendir síðan á að þó að verkfallið leysist komi til með að taka nokkrar vikur að vinda ofan af þeim áhrifum sem verkfallið hefur haft. „Það er ekki hægt að losa hundrað gáma í einu.“ Hann segir deginum ljósara að verkfallið hefur valdið fjártjóni fyrir IKEA en hins vegar sé spurning hvort það vinnist tilbaka. „Þetta er ekki hjá okkur eins og hjá kjúklingabændum sem eru að lenda í verulegu fjártjóni. En það segir sig sjálft að þegar þessir gámar loks koma þá þarf mannskap í nætur-og helgarvinnu til að losa þá.“ Gámarnir standa í portum hjá Eimskip og Samskip en samkvæmt Þórarni hafa fyrirtæki alla jafna mánuð til að losa gáma sína. Aukinn tilkostnaður vegna gámageymslu er ekki ljós að svo stöddu. „Það hljóta öll port að fara að fyllast hjá Eimskip og Samskip. Eðlilega geta þeir ekki geymt þetta endalaust fyrir mann ókeypis. Þeir eru með takmarkað pláss.“ Þórarinn vonar að verkfallið leysist á farsælan hátt en það hefur nú staðið síðan í byrjun apríl. Samninganefndum BHM og ríkisins hefur ekki tekist að semja en nýjasta vendingin í málinu er sú að ríkisstjórnin hyggst skipa sáttanefnd. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, telur slíkt einvörðgungu til þess fallið að hægja á kjaraviðræðum enn frekar.
Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira