Bann við fóstureyðingum ógnar lífi og heilsu kvenna Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 10:43 Vísir/Getty Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar. Andorra San Marínó Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira
Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar.
Andorra San Marínó Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Sjá meira