Hagnýtt nám í hjúkrunarfræði Abigail Jean Róbertsdóttir skrifar 9. júní 2015 19:39 Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar