Vill milljónir frá ríkinu: Lögregla beitti Orminum á mótmælendur Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2015 07:15 Lögreglan stóð vaktina við Alþingishúsið þegar mótmæli hófust í kjölfar efnahagshrunsins. Vísir/Arnþór Kona á þrítugsaldri hefur leitað réttar síns fyrir Hæstarétti Íslands vegna aðgerða lögreglu sem hún varð fyrir árið 2009. Um er að ræða tvær handtökur sem áttu sér annars vegar stað fyrir utan Alþingishúsið 20. janúar fyrir rúmum sex árum og hins vegar síðar sama ár á Laugavegi, nánar tiltekið 21. maí. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af dómkröfum konunnar í september í fyrra en konan hafði farið fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna harðrar framgöngu lögreglu við hana. Verjandi konunnar sagði við málflutning í Hæstarétti í gær málið varða rétt borgara til tjáningar og funda og velti fyrir sér hvaða heimild lögreglan hefur til að stöðva för borgara í því skyni að veita þeim tiltal um siðferðileg álitamál.Lögðu áherslu á að vernda Alþingi Fyrra atvikið átti sér stað sem fyrr segir 20. janúar fyrir utan Alþingishúsið. Þingheimur var þá að snúa aftur eftir jólafrí og búsáhaldabyltingin hafin eftir bankahrunið nokkrum mánuðum áður. Lögreglan hafði umtalsverðan viðbúnað enda ástæða til að ætla að að mikill mannfjöldi yrði samankomin kominn á Austurvelli á mótmælafundi. Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var töluverður fjöldi samankominn við Alþingishúsið um hádegisbil og hafði fundurinn breyst úr friðsamlegum fundi í kröftug mótmæli þar sem nokkur fjöldi hefði meðal annars gert aðsúg að þinghúsinu og lögreglu. Lögreglan hafði því samkvæmt lögreglustjóra lagt áherslu á að verja þinghúsið. Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans hafði fólk komið frá öllum hliðum að þinghúsinu auk þess sem töluverður fjöldi hefði verið í Alþingisgarðinum. Óttaðist lögreglan að fólki tækist að ryðja sér lið í þinghúsið og þegar leið á daginn hefði lögreglan ákveðið að ákveðinn hópur fólks hefði ekki haft í hyggju að fara að fyrirmælum lögreglu og halda sig frá dyrum og gluggum þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli og loks hafi farið svo að lögreglu handtók nokkra sem hún taldi sig hafa haft sig þannig mest í frammi.Felld aftan frá Ragnar Aðalsteinsson rak málið fyrir hönd konunnar í Hæstarétti í morgun en hann sagði konuna hafa verið í Alþingisgarðinum þar sem lögreglumenn höfðu komið sér fyrir. Hann segir konuna hafa snúið baki í lögreglumennina þegar þeir veittust skyndilega að henni, felldu hana til jarðar og drógu hana á maganum að glervegg Alþingishússins. Ragnar sagði konuna ekki hafa átt í útistöðum við nokkurn á svæðinu eða tálmað störf lögreglunnar, í raun hefði lögreglunni ekki tekist að sýna fram að konan hefði ætlað að fremja brot sem gæti sætt ákæru.Beittu aðferð sem kallast Ormurinn Eftir að lögreglan hafði bundið hendur konunnar var hún flutt í bílakjallara undir þinghúsinu því ekki hefði verið unnt að flytja þá handteknu, sem voru 22 talsins, á lögreglustöðina undir eins. Þar beitti lögreglan handtökuaðferð sem Ragnar Aðalsteinsson sagði í Hæstarétti vera kölluð Ormurinn. Var Ormurinn framkvæmdur þannig að handteknum einstaklingum var gert að sitja á gólfi bílakjallarans gegnt hvert öðru í gleiðri stöðu þannig að fætur krossuðu fætur annarrar handtekinnar manneskju. Ragnar sagði lögregluna ekki hafa sýnt fram á af hverju konan hafi verið handtekin, rökin fyrir handtökunni hafi hingað til verið þau að úr því hún var handtekin, þá hlýtur hún að hafa gert eitthvað af sér.Ragnar sagði þetta mál reyna á ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem varða frelsi til tjáningar og funda. Vísir/AntonBrinkVarðar frelsi til tjáningar og funda Hann sagði þetta mál reyna á ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem varða frelsi til tjáningar og funda. Hann sagði þennan almenna borgarafund sem konan sótti á Austurvelli hvorki hafa verið bannaðan né leyfðan, hún hafi einungis verið þarna til að tjá afstöðu sína til stjórnvalda og gerða þeirra. Hann sagði lögreglu hafa komið í veg fyrir að hún gæti tjáð hug sinn frjálst og óþvingað með þessari handtöku. Sagði Ragnar fundafrelsi vera grundvallarrétt lýðræðisríkis og ætti ekki að túlka hann þröngt.Kælingaráhrif á borgara Hann sagði þessar aðgerðir lögreglu hafa kælingaráhrif á borgara landsins til að tjáningar og funda, eða Chilling Effects. „Ef þeir taka þátt í opinberum fundum sem varða fundi stjórnvalda í landinu þá geta þeir átt von á því að verða handteknir,“ sagði Ragnar.Fyrirmælin verða að vera lögmæt Hann sagðist vænta þess að verjandi ríkisins ætti eftir að notast við þau rök að borgarar eigi að hlýða fyrirmælum lögreglu en hann sagði á móti að borgarar eigi eingöngu að hlýða þeim fyrirmælum sem eiga sér málefnalega stoð og eru lögleg. „Fyrirmæli lögreglu verða vera lögmæt,“ sagði Ragnar.Misstu sig vegna stjórnleysis Hann sagði mikið hafa gengið á þennan dag, 20. janúar árið 2009, og hafði lögreglan í Reykjavík fengið liðsauka frá Suðurnesjum og Selfossi og þá var lögreglan á Akureyri í viðbragðsstöðu. Á meðan hefði yfirstjórn lögreglunnar verið samankomin á tveggja daga fundi á hóteli í Hvalfirði og olli það mikilli reiði meðal lögreglumanna. „Einn lögreglumanna segir í skýrslu: „Ég missti mig.“ Þeir misstu sig á staðnum vegna stjórnleysis,“ sagði Ragnar í Hæstarétti.Vildu veita vini hennar tiltal Seinna atvikið átti sér stað aðfaranótt fimmtudags 21. maí árið 2009. Tildrög voru þau að konan var þá stödd í húsasundi við Laugaveg 64 ásamt vini sínum. Höfðu þau verið að skemmta sér og var konan að sækja reiðhjól sem hún hafði skilið þar eftir. Kom þá lögreglubíll aðvífandi með tveimur lögreglumönnum á vettvang. Fóru lögreglumennirnir þess á leit við vin konunnar að hann kæmi með þeim inn í lögreglubílinn þar sem þeir vildu ræða við hann um meinta framkomu hans fyrr um kvöldið. Hafði vinur konunnar, að sögn lögreglumanna, ítrekað hrækt í átt að lögreglubifreiðinni þar sem hún hafi verið við vettvangseftirlit í miðbæ Reykjavíkur.Gerði athugasemdir við framferði lögreglu Bæði konan og vinur hennar bera því við að vinurinn hafi verið snúinn niður af lögreglumönnum á vettvangi og hann síðan dreginn inn í lögreglubifreiðina. Lögreglumennirnir lýstu hins vegar atvikinu á þá leið að vinurinn hefði fylgt lögreglumönnunum á nokkurra átaka við þá. Lögreglan segir konuna hafa hins vegar lent harkalega saman við þá. Kom fram í máli lögreglumanna að konan hefði í engu sinnt fyrirmælum þeirra um að leyfa lögreglu að sinna starfi sínu og að endingu hafi hún veist að þeim og hún þá verið handtekin á vettvangi. Konan sagði hins vegar að hún hefði gert athugasemdir við framferði lögreglunnar gagnvart vini sínum, en fyrir vikið sjálf sætt harkalegri meðferð og handtöku þar sem hún var keyrð niður í jörðina og snúið upp á hendur hennar fyrir aftan bak á meðan annar lögreglumannanna hafi rekið hné harkalega í bak hennar við handtökuna.„Dæmigerð viðbrögð lögreglumanna“ Ragnar sagðist ekki vita hvaða heimild lögreglan hefði til að stöðva borgara til að tala við þá um siðferðileg álitamál. Ragnar sagði lögreglu hafa gripið í hönd félaga konunnar og dregið hann inn í bílinn. Konan hafi spurt hvers vegna og að lögreglunni hefði ekki líkað það. Vitnað hann í því samhengi til atviks sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum þar sem lögreglumaður bannaði tónlistarmanninum Halldóri Bragasyni að mynda hann við störf.Sjá einnig:Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar „Þetta eru dæmigerð viðbrögð lögreglumanna og í þessu tilviki þoldi lögreglan ekki athugasemdir umbjóðanda míns. Þeir áttu ekkert erindi við hana og grunuðu hana ekki um refsiverða háttsemi,“ sagði Ragnar.Skýrslan notuð til að réttlæta gjörðir lögreglu Hann sagði útskýringar lögreglunnar vera fengna úr skýrslu lögreglunnar sem sé notuð til að réttlæta aðgerðir hennar. Hann sagði lögregluna hafa tekið fram að áfengislykt hefði verið af konunni en það réttlæti ekki að gera megi hvað sem er við hana. Hann segir lögregluna hafa þvingað henni í götuna. „Og öskruðu: Réttu úr fótunum!. Hún svaraði: Ég get það ekki þú ert svo þungur,“ sagði Ragnar og tók fram að konan er 60 kíló að þyngd en lögreglumaðurinn 90 kíló. Ekki hefði komið fram nein ástæða fyrir handtökunni sem gæti leitt til ákæru. Hann sagði lögregluna hafa haldið því fram að konan hefði neitað að segja til nafns en Ragnar sagði hana hafa boðið fram skilríki þegar komið var á lögreglustöð. Auk þess hefði lögreglan vitað deili á henni.Umfangsmesta lögregluaðgerð seinni ára Eftir að Ragnar hafði lokið máli sínu tók til máls verjandi ríkisins, Fanney Rós Þorsteinsdóttir. Vatt hún máli sínu að fyrri handtöku málsins 20. janúar 2009 en hún segir lögregluna hafa staðið fyrir umfangsmestu lögregluaðgerð í áratugi á þeim degi. Hún sagði lögreglu hafa fljótlega tekið þá ákvörðun að handtaka ekki fólk á staðnum sem ekki fór að fyrirmælum lögreglu heldur var lögð áhersla á að verja Alþingishúsið. Hún sagði lögreglumenn útskýrt þá ákvörðun á þá leið að hefði komið til handtöku hefði lögreglan misst menn í það verkefni að gæta öryggis þeirra handteknu í stað þess að verja Alþingishúsið.Eins og mótmælendur fengju fregnir af flutningum Hún sagði tiltekinn hóp mótmælenda hafa gert aðsúg að lögreglu og hefði konan verið þeirra á meðal. Ansi mikið hefði þurft að ganga á áður en lögreglan beitti harðari viðbrögðum en að verja Alþingishúsið. Hún sagði lengd frelsissviptingar konunnar ráðast af því að ekki var hægt að flytja hóp hinna handteknu frá Alþingishúsinu. „Í hvert skipti sem var reynt að koma hinum handteknu undan þá var eins og mótmælendur fengu fregnir af því og mættu á staðinn,“ sagði Fanney Rós og segir frelsissviptinguna hafa staðið yfir í eins takmarkaðan tíma og hægt var.„Sinnti þeim fyrirmælum ekki“ Hún sagði rétt manna til að koma saman ekki veita rétt til að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Hún sagði það vera hlutverk lögreglu að halda uppi almannafriði og sagði ýmis ákvæði hegningarlaga geta haft þau áhrif að frelsi til að koma saman sé skert. Hún sagði það vera hlutverk lögreglu að verja Alþingi Íslendinga og enginn megi raska honum. Hún sagði konuna hafa farið fram með offorsi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu. „Lögregla var að reyna að fá fólk til að fara frá Alþingishúsinu en hún sinnti þeim fyrirmælum ekki,“ sagði Fanney og sagði viðbrögð lögreglu hafa verið í fullu samræmi við hlutverk hennar og fullt tilefni til handtöku konunnar. Um síðara atvikið sagði Fanney konuna hafa tekið handtöku félaga síns afar illa. Hún sagði konuna ekki hafa farið að fyrirmælum lögreglu um að halda sig til hlés. Hún sagði þetta atvik hafa magnast upp og leitt til þess að konan hefði verið flutt á lögreglustöð þar sem hún hefði látið ófriðlega og neitað að gera grein fyrir sér. Fanney Rós sagði konan hafa þvert á móti boðið fram skilríki heldur þráast við að segja hver hún var.Ríkið sýknað í héraðiHéraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað ríkið af öllum bótakröfum konunnar í september í fyrra. Var það meðal annars mat dómsins að konan hefði sjálf valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hún reisti kröfu sína á varðandi fyrri handtökuna. Var framburður lögreglustjóra sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi notaður til að rökstyðja þá niðurstöðu dómsins. Sá hafði komið fyrir dóm og sagt að lögreglan hefði í lengstu lög reynt að forðast að þurfa að beita handtökum á vettvangi vegna mannfæðar. Af þeim mikla fjölda sem hafi verið við mótmælin hafi afar fáir verið handteknir og þá einungis þeir sem mest hafi haft sig frammi við að gera aðsúg að lögreglunni, þar á meðal konan. Var það einnig mat dómsins að í ljósi aðstæðna sem blöstu við lögreglunni þennan dag þá hefðu handtökuaðferðin og frelsissviptingin hafi verið ólögmæt. Varðandi síðara handtökuna var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hefði sýnt af sér slíka framkomu að forsvaranlegt hefði verið að handtaka hana. Var fallist á með ríkinu að hvað sem leið réttmæti afskipta lögreglu af samferðamanni konunnar, þá bar henni eftir sem áður að fara eftir ítrekuðum tilmælum lögreglumanna á vettvangi að láta af afskiptum sínum þegar lögreglan hafði afskipti af samferðamanni hennar. Alþingi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Kona á þrítugsaldri hefur leitað réttar síns fyrir Hæstarétti Íslands vegna aðgerða lögreglu sem hún varð fyrir árið 2009. Um er að ræða tvær handtökur sem áttu sér annars vegar stað fyrir utan Alþingishúsið 20. janúar fyrir rúmum sex árum og hins vegar síðar sama ár á Laugavegi, nánar tiltekið 21. maí. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af dómkröfum konunnar í september í fyrra en konan hafði farið fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna harðrar framgöngu lögreglu við hana. Verjandi konunnar sagði við málflutning í Hæstarétti í gær málið varða rétt borgara til tjáningar og funda og velti fyrir sér hvaða heimild lögreglan hefur til að stöðva för borgara í því skyni að veita þeim tiltal um siðferðileg álitamál.Lögðu áherslu á að vernda Alþingi Fyrra atvikið átti sér stað sem fyrr segir 20. janúar fyrir utan Alþingishúsið. Þingheimur var þá að snúa aftur eftir jólafrí og búsáhaldabyltingin hafin eftir bankahrunið nokkrum mánuðum áður. Lögreglan hafði umtalsverðan viðbúnað enda ástæða til að ætla að að mikill mannfjöldi yrði samankomin kominn á Austurvelli á mótmælafundi. Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu var töluverður fjöldi samankominn við Alþingishúsið um hádegisbil og hafði fundurinn breyst úr friðsamlegum fundi í kröftug mótmæli þar sem nokkur fjöldi hefði meðal annars gert aðsúg að þinghúsinu og lögreglu. Lögreglan hafði því samkvæmt lögreglustjóra lagt áherslu á að verja þinghúsið. Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans hafði fólk komið frá öllum hliðum að þinghúsinu auk þess sem töluverður fjöldi hefði verið í Alþingisgarðinum. Óttaðist lögreglan að fólki tækist að ryðja sér lið í þinghúsið og þegar leið á daginn hefði lögreglan ákveðið að ákveðinn hópur fólks hefði ekki haft í hyggju að fara að fyrirmælum lögreglu og halda sig frá dyrum og gluggum þrátt fyrir ítrekuð fyrirmæli og loks hafi farið svo að lögreglu handtók nokkra sem hún taldi sig hafa haft sig þannig mest í frammi.Felld aftan frá Ragnar Aðalsteinsson rak málið fyrir hönd konunnar í Hæstarétti í morgun en hann sagði konuna hafa verið í Alþingisgarðinum þar sem lögreglumenn höfðu komið sér fyrir. Hann segir konuna hafa snúið baki í lögreglumennina þegar þeir veittust skyndilega að henni, felldu hana til jarðar og drógu hana á maganum að glervegg Alþingishússins. Ragnar sagði konuna ekki hafa átt í útistöðum við nokkurn á svæðinu eða tálmað störf lögreglunnar, í raun hefði lögreglunni ekki tekist að sýna fram að konan hefði ætlað að fremja brot sem gæti sætt ákæru.Beittu aðferð sem kallast Ormurinn Eftir að lögreglan hafði bundið hendur konunnar var hún flutt í bílakjallara undir þinghúsinu því ekki hefði verið unnt að flytja þá handteknu, sem voru 22 talsins, á lögreglustöðina undir eins. Þar beitti lögreglan handtökuaðferð sem Ragnar Aðalsteinsson sagði í Hæstarétti vera kölluð Ormurinn. Var Ormurinn framkvæmdur þannig að handteknum einstaklingum var gert að sitja á gólfi bílakjallarans gegnt hvert öðru í gleiðri stöðu þannig að fætur krossuðu fætur annarrar handtekinnar manneskju. Ragnar sagði lögregluna ekki hafa sýnt fram á af hverju konan hafi verið handtekin, rökin fyrir handtökunni hafi hingað til verið þau að úr því hún var handtekin, þá hlýtur hún að hafa gert eitthvað af sér.Ragnar sagði þetta mál reyna á ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem varða frelsi til tjáningar og funda. Vísir/AntonBrinkVarðar frelsi til tjáningar og funda Hann sagði þetta mál reyna á ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu sem varða frelsi til tjáningar og funda. Hann sagði þennan almenna borgarafund sem konan sótti á Austurvelli hvorki hafa verið bannaðan né leyfðan, hún hafi einungis verið þarna til að tjá afstöðu sína til stjórnvalda og gerða þeirra. Hann sagði lögreglu hafa komið í veg fyrir að hún gæti tjáð hug sinn frjálst og óþvingað með þessari handtöku. Sagði Ragnar fundafrelsi vera grundvallarrétt lýðræðisríkis og ætti ekki að túlka hann þröngt.Kælingaráhrif á borgara Hann sagði þessar aðgerðir lögreglu hafa kælingaráhrif á borgara landsins til að tjáningar og funda, eða Chilling Effects. „Ef þeir taka þátt í opinberum fundum sem varða fundi stjórnvalda í landinu þá geta þeir átt von á því að verða handteknir,“ sagði Ragnar.Fyrirmælin verða að vera lögmæt Hann sagðist vænta þess að verjandi ríkisins ætti eftir að notast við þau rök að borgarar eigi að hlýða fyrirmælum lögreglu en hann sagði á móti að borgarar eigi eingöngu að hlýða þeim fyrirmælum sem eiga sér málefnalega stoð og eru lögleg. „Fyrirmæli lögreglu verða vera lögmæt,“ sagði Ragnar.Misstu sig vegna stjórnleysis Hann sagði mikið hafa gengið á þennan dag, 20. janúar árið 2009, og hafði lögreglan í Reykjavík fengið liðsauka frá Suðurnesjum og Selfossi og þá var lögreglan á Akureyri í viðbragðsstöðu. Á meðan hefði yfirstjórn lögreglunnar verið samankomin á tveggja daga fundi á hóteli í Hvalfirði og olli það mikilli reiði meðal lögreglumanna. „Einn lögreglumanna segir í skýrslu: „Ég missti mig.“ Þeir misstu sig á staðnum vegna stjórnleysis,“ sagði Ragnar í Hæstarétti.Vildu veita vini hennar tiltal Seinna atvikið átti sér stað aðfaranótt fimmtudags 21. maí árið 2009. Tildrög voru þau að konan var þá stödd í húsasundi við Laugaveg 64 ásamt vini sínum. Höfðu þau verið að skemmta sér og var konan að sækja reiðhjól sem hún hafði skilið þar eftir. Kom þá lögreglubíll aðvífandi með tveimur lögreglumönnum á vettvang. Fóru lögreglumennirnir þess á leit við vin konunnar að hann kæmi með þeim inn í lögreglubílinn þar sem þeir vildu ræða við hann um meinta framkomu hans fyrr um kvöldið. Hafði vinur konunnar, að sögn lögreglumanna, ítrekað hrækt í átt að lögreglubifreiðinni þar sem hún hafi verið við vettvangseftirlit í miðbæ Reykjavíkur.Gerði athugasemdir við framferði lögreglu Bæði konan og vinur hennar bera því við að vinurinn hafi verið snúinn niður af lögreglumönnum á vettvangi og hann síðan dreginn inn í lögreglubifreiðina. Lögreglumennirnir lýstu hins vegar atvikinu á þá leið að vinurinn hefði fylgt lögreglumönnunum á nokkurra átaka við þá. Lögreglan segir konuna hafa hins vegar lent harkalega saman við þá. Kom fram í máli lögreglumanna að konan hefði í engu sinnt fyrirmælum þeirra um að leyfa lögreglu að sinna starfi sínu og að endingu hafi hún veist að þeim og hún þá verið handtekin á vettvangi. Konan sagði hins vegar að hún hefði gert athugasemdir við framferði lögreglunnar gagnvart vini sínum, en fyrir vikið sjálf sætt harkalegri meðferð og handtöku þar sem hún var keyrð niður í jörðina og snúið upp á hendur hennar fyrir aftan bak á meðan annar lögreglumannanna hafi rekið hné harkalega í bak hennar við handtökuna.„Dæmigerð viðbrögð lögreglumanna“ Ragnar sagðist ekki vita hvaða heimild lögreglan hefði til að stöðva borgara til að tala við þá um siðferðileg álitamál. Ragnar sagði lögreglu hafa gripið í hönd félaga konunnar og dregið hann inn í bílinn. Konan hafi spurt hvers vegna og að lögreglunni hefði ekki líkað það. Vitnað hann í því samhengi til atviks sem átti sér stað fyrir nokkrum dögum þar sem lögreglumaður bannaði tónlistarmanninum Halldóri Bragasyni að mynda hann við störf.Sjá einnig:Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar „Þetta eru dæmigerð viðbrögð lögreglumanna og í þessu tilviki þoldi lögreglan ekki athugasemdir umbjóðanda míns. Þeir áttu ekkert erindi við hana og grunuðu hana ekki um refsiverða háttsemi,“ sagði Ragnar.Skýrslan notuð til að réttlæta gjörðir lögreglu Hann sagði útskýringar lögreglunnar vera fengna úr skýrslu lögreglunnar sem sé notuð til að réttlæta aðgerðir hennar. Hann sagði lögregluna hafa tekið fram að áfengislykt hefði verið af konunni en það réttlæti ekki að gera megi hvað sem er við hana. Hann segir lögregluna hafa þvingað henni í götuna. „Og öskruðu: Réttu úr fótunum!. Hún svaraði: Ég get það ekki þú ert svo þungur,“ sagði Ragnar og tók fram að konan er 60 kíló að þyngd en lögreglumaðurinn 90 kíló. Ekki hefði komið fram nein ástæða fyrir handtökunni sem gæti leitt til ákæru. Hann sagði lögregluna hafa haldið því fram að konan hefði neitað að segja til nafns en Ragnar sagði hana hafa boðið fram skilríki þegar komið var á lögreglustöð. Auk þess hefði lögreglan vitað deili á henni.Umfangsmesta lögregluaðgerð seinni ára Eftir að Ragnar hafði lokið máli sínu tók til máls verjandi ríkisins, Fanney Rós Þorsteinsdóttir. Vatt hún máli sínu að fyrri handtöku málsins 20. janúar 2009 en hún segir lögregluna hafa staðið fyrir umfangsmestu lögregluaðgerð í áratugi á þeim degi. Hún sagði lögreglu hafa fljótlega tekið þá ákvörðun að handtaka ekki fólk á staðnum sem ekki fór að fyrirmælum lögreglu heldur var lögð áhersla á að verja Alþingishúsið. Hún sagði lögreglumenn útskýrt þá ákvörðun á þá leið að hefði komið til handtöku hefði lögreglan misst menn í það verkefni að gæta öryggis þeirra handteknu í stað þess að verja Alþingishúsið.Eins og mótmælendur fengju fregnir af flutningum Hún sagði tiltekinn hóp mótmælenda hafa gert aðsúg að lögreglu og hefði konan verið þeirra á meðal. Ansi mikið hefði þurft að ganga á áður en lögreglan beitti harðari viðbrögðum en að verja Alþingishúsið. Hún sagði lengd frelsissviptingar konunnar ráðast af því að ekki var hægt að flytja hóp hinna handteknu frá Alþingishúsinu. „Í hvert skipti sem var reynt að koma hinum handteknu undan þá var eins og mótmælendur fengu fregnir af því og mættu á staðinn,“ sagði Fanney Rós og segir frelsissviptinguna hafa staðið yfir í eins takmarkaðan tíma og hægt var.„Sinnti þeim fyrirmælum ekki“ Hún sagði rétt manna til að koma saman ekki veita rétt til að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Hún sagði það vera hlutverk lögreglu að halda uppi almannafriði og sagði ýmis ákvæði hegningarlaga geta haft þau áhrif að frelsi til að koma saman sé skert. Hún sagði það vera hlutverk lögreglu að verja Alþingi Íslendinga og enginn megi raska honum. Hún sagði konuna hafa farið fram með offorsi og ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu. „Lögregla var að reyna að fá fólk til að fara frá Alþingishúsinu en hún sinnti þeim fyrirmælum ekki,“ sagði Fanney og sagði viðbrögð lögreglu hafa verið í fullu samræmi við hlutverk hennar og fullt tilefni til handtöku konunnar. Um síðara atvikið sagði Fanney konuna hafa tekið handtöku félaga síns afar illa. Hún sagði konuna ekki hafa farið að fyrirmælum lögreglu um að halda sig til hlés. Hún sagði þetta atvik hafa magnast upp og leitt til þess að konan hefði verið flutt á lögreglustöð þar sem hún hefði látið ófriðlega og neitað að gera grein fyrir sér. Fanney Rós sagði konan hafa þvert á móti boðið fram skilríki heldur þráast við að segja hver hún var.Ríkið sýknað í héraðiHéraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað ríkið af öllum bótakröfum konunnar í september í fyrra. Var það meðal annars mat dómsins að konan hefði sjálf valdið eða stuðlað að þeim aðgerðum sem hún reisti kröfu sína á varðandi fyrri handtökuna. Var framburður lögreglustjóra sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi notaður til að rökstyðja þá niðurstöðu dómsins. Sá hafði komið fyrir dóm og sagt að lögreglan hefði í lengstu lög reynt að forðast að þurfa að beita handtökum á vettvangi vegna mannfæðar. Af þeim mikla fjölda sem hafi verið við mótmælin hafi afar fáir verið handteknir og þá einungis þeir sem mest hafi haft sig frammi við að gera aðsúg að lögreglunni, þar á meðal konan. Var það einnig mat dómsins að í ljósi aðstæðna sem blöstu við lögreglunni þennan dag þá hefðu handtökuaðferðin og frelsissviptingin hafi verið ólögmæt. Varðandi síðara handtökuna var það mat Héraðsdóms Reykjavíkur að konan hefði sýnt af sér slíka framkomu að forsvaranlegt hefði verið að handtaka hana. Var fallist á með ríkinu að hvað sem leið réttmæti afskipta lögreglu af samferðamanni konunnar, þá bar henni eftir sem áður að fara eftir ítrekuðum tilmælum lögreglumanna á vettvangi að láta af afskiptum sínum þegar lögreglan hafði afskipti af samferðamanni hennar.
Alþingi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira