Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 14:01 Halldór Bragason hefur fyrirgefið lögreglunni. Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nú rétt í þessu, og vísar til atviks sem mjög hefur verið í fréttum sem tengist myndatöku Halldórs Bragasonar tónlistarmanns þegar rúta var föst í þröngri götu við heimili hans. Í yfirlýsingunni er Halldór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi í heild sinni: „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Vísir bar yfirlýsinguna undir Halldór sem segir lögregluna hafa haft samband við sig til að fá sína hlið málsins. En, nú sé afsökunarbeiðnin fyrirliggjandi. „Takk. Innilegar þakkir. Málið er dautt frá minni hálfu og framtíðin er björt og fögur í borginni,“ segir Halldór Bragason. Og hann heldur áfram: „Mér finnst frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og líður miklu betur.“ Og hann bætir því við að honum finnist þetta stórmannlegt af lögreglunni. „Og þeim er fyrirgefið.“ Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að senda frá sér nú rétt í þessu, og vísar til atviks sem mjög hefur verið í fréttum sem tengist myndatöku Halldórs Bragasonar tónlistarmanns þegar rúta var föst í þröngri götu við heimili hans. Í yfirlýsingunni er Halldór beðinn afsökunar. Yfirlýsingin er stutt og svohljóðandi í heild sinni: „Í gær barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um myndband sem tekið var upp við útkall lögreglu vegna rútu sem sat föst í þröngri götu í miðborginni. Í myndbandinu sést lögreglumaður eiga orðaskipti við þann sem tekur myndbandið upp. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill biðjast afsökunar vegna atviksins. Ekkert í lögum bannar almenningi að taka upp vinnu lögreglu á almannafæri. Rætt hefur verið við málsaðila og afsökunarbeiðni komið áleiðis og telst málinu því lokið.“ Vísir bar yfirlýsinguna undir Halldór sem segir lögregluna hafa haft samband við sig til að fá sína hlið málsins. En, nú sé afsökunarbeiðnin fyrirliggjandi. „Takk. Innilegar þakkir. Málið er dautt frá minni hálfu og framtíðin er björt og fögur í borginni,“ segir Halldór Bragason. Og hann heldur áfram: „Mér finnst frábært að fá afsökunarbeiðni frá lögreglunni og líður miklu betur.“ Og hann bætir því við að honum finnist þetta stórmannlegt af lögreglunni. „Og þeim er fyrirgefið.“
Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51