Ferðamenn óttaslegnir: Fyrirspurnir hrannast inn hjá hótelum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. maí 2015 12:15 „Þetta er mjög erfitt ástand,“ segir rekstrarstjóri Miðbæjarhótela. Mynd úr safni. Vísir/GVA Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ferðamenn eru óttaslegnir yfir stöðunni vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða á Íslandi. Rekstrarstjóri Miðbæjarhótela segir að fyrirspurnir hrannist inn frá áhyggjufullum ferðamönnum sem vilji svör um stöðun. Starfsfólk sitji nú sveitt við að svara. Eva Silvernail, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Miðbæjarhótelum, segir að fyrirspurnir frá ferðaskrifstofum og ferðamönnum streymi inn á borð hjá fyrirtækinu, margir eigi draum um að koma til Íslands en sá draumur sé ekki sá að koma allstaðar að lokuðum dyrum. „Við finnum fyrir miklum ótta og þessi óvissa er að gera hlutina mjög erfiða. Fólk veit ekki hvort það á að leggja af stað í ferðalag til Íslands þegar það veit ekki hvernig staðan er. Þannig að við erum að fá mikið af fyrirspurnum, sérstaklega frá ferðaskrifstofu og frá gestum beint, af því að það er kannski búið að setja á listann sinn að það sé að koma til Íslands en það er ekki draumur að koma að lokuðum dyrum og fá ekki þjónustuna í leiðinni,“ segir hún og bætir við: „Þetta er mjög erfitt ástand.“ Eva segir að starfsfólk hótelanna sitji nú sveitt að svara fyrirspurnum ferðamanna. Hún segir að dregið hafi verið úr bókunum. „Það er búið að hægja töluvert á sölunni því fólk vill ekki bóka núna á þessum árstíma núna á meðan staðan er svona. Við erum ekki komin það langt að við séum tilbúin að taka afbókanirnar en við erum sveitt að svara fyrirspurnum og fólk er að bíða eftir svörum og bíða eftir niðurstöðu í þessu máli til að ákveða hvort það komi eða ekki,“ segir hún Eva vonast til að deilur aðila vinnumarkaðarins leysist sem fyrst, helst um helgina. „Þetta er mjög erfið staða og vonandi næst að finnast laust á þessu máli yfir helgina. Vonandi sitja allir sveittir við samningaborðið af því að það þýðir náttúrulega ekkert annað en að leysa svona deilu,“ segir hún.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira