Ný Ölfusárbrú víkur fyrir breiðari Suðurlandsvegi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2015 20:20 Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt samgönguáætlun næstu fjögurra ára, sem birt var á Alþingi í dag. Þar er jafnframt boðuð tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar. Vestfirðir fá næstu jarðgöng, byrjað verður á Dýrafjarðargöngum árið 2017 og sama ár á endurbyggingu Dynjandisheiðar. Farið verður í Bjarnarfjarðaháls á Ströndum á þessu ári og stefnt á að hefja vegagerð um Teigsskóg fyrir lok næsta árs, fáist tilskilin leyfi. Norðanlands verða stærstu verkin jarðgöng á Bakka og Dettifossvegur. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjarðarbotn og byrjað verður á brúarsmíði yfir Hornafjarðarfljót árið 2017. Sunnan- og suðvestanlands verður Reykjavegur í Árnessýslu byggður upp á næsta ári, einnig vegirnir um Uxahryggi og Kjósarskarð og þá er ákveðið að breikka veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Árborgar sé afar mikilvæg framkvæmd sem muni skipta verulegu máli.Fyrirhuguð brú yfir Ölfusá við Selfoss hefur verið færð aftar í röðina og er ekki lengur á áætlun næstu fjögurra ára; breikkun vegarins um Ölfus er komin fram fyrir. „Það er nú ekki síður vegna óskar heimamanna sem við gerum það. Sú framkvæmd er líka tilbúin þannig að við getum farið af stað með það sem fyrst,“ segir Ólöf. Hringvegurinn um Ölfus verður þó ekki 2+2 vegur, eins og áður var ráðgert, heldur 2+1 vegur, að sögn ráðherra. Samskonar leið er valin og við endurbætur vegarins um Hellisheiði og Kamba, skilið á milli akreina með vegriði en þeim möguleika haldið opnum að bæta við fjórðu akrein síðar.Vegagerðin bauð í gær út stærsta verkið á Reykjavíkursvæðinu, sem er framlenging Arnarnesvegar um tvo kílómetra í austurjaðri Kópavogs milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Loks má nefna að lokaáfanginn í tvöföldun Reykjanesbrautar, níu kílómetra langur kafli frá Hafnarfirði og suður fyrir Straumsvík, er kominn á dagskrá árið 2018. Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12. ágúst 2007 12:13 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Breikkun Suðurlandsvegar um Ölfus, milli Hveragerðis og Selfoss, hefst í lok næsta árs og er tekin fram yfir nýja Ölfusárbrú, samkvæmt samgönguáætlun næstu fjögurra ára, sem birt var á Alþingi í dag. Þar er jafnframt boðuð tvöföldun Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar. Vestfirðir fá næstu jarðgöng, byrjað verður á Dýrafjarðargöngum árið 2017 og sama ár á endurbyggingu Dynjandisheiðar. Farið verður í Bjarnarfjarðaháls á Ströndum á þessu ári og stefnt á að hefja vegagerð um Teigsskóg fyrir lok næsta árs, fáist tilskilin leyfi. Norðanlands verða stærstu verkin jarðgöng á Bakka og Dettifossvegur. Suðaustanlands á að ljúka veginum um Berufjarðarbotn og byrjað verður á brúarsmíði yfir Hornafjarðarfljót árið 2017. Sunnan- og suðvestanlands verður Reykjavegur í Árnessýslu byggður upp á næsta ári, einnig vegirnir um Uxahryggi og Kjósarskarð og þá er ákveðið að breikka veginn milli Hveragerðis og Selfoss. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að Suðurlandsvegur milli Hveragerðis og Árborgar sé afar mikilvæg framkvæmd sem muni skipta verulegu máli.Fyrirhuguð brú yfir Ölfusá við Selfoss hefur verið færð aftar í röðina og er ekki lengur á áætlun næstu fjögurra ára; breikkun vegarins um Ölfus er komin fram fyrir. „Það er nú ekki síður vegna óskar heimamanna sem við gerum það. Sú framkvæmd er líka tilbúin þannig að við getum farið af stað með það sem fyrst,“ segir Ólöf. Hringvegurinn um Ölfus verður þó ekki 2+2 vegur, eins og áður var ráðgert, heldur 2+1 vegur, að sögn ráðherra. Samskonar leið er valin og við endurbætur vegarins um Hellisheiði og Kamba, skilið á milli akreina með vegriði en þeim möguleika haldið opnum að bæta við fjórðu akrein síðar.Vegagerðin bauð í gær út stærsta verkið á Reykjavíkursvæðinu, sem er framlenging Arnarnesvegar um tvo kílómetra í austurjaðri Kópavogs milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Loks má nefna að lokaáfanginn í tvöföldun Reykjanesbrautar, níu kílómetra langur kafli frá Hafnarfirði og suður fyrir Straumsvík, er kominn á dagskrá árið 2018.
Alþingi Teigsskógur Tengdar fréttir Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37 Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12. ágúst 2007 12:13 Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30 Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir 100 þúsund færri kindur í dag en fyrir 10 árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Mótmælir staðsetningu nýrrar brúar yfir Ölfusá Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Árborgar er á móti því að ný brú yfir Ölfusá fara fram hjá íbúðabyggðinni á Selfossi. 31. janúar 2015 20:37
Deilur um Hornafjarðarveg Lögfræðingur Vegagerðarinnar segir tillögur hóps bænda og landeigenda í Nesjum um vegstæði yfir Hornafjarðarfljót ekki samræmast markmiðum framkvæmdarinnar um umferðaröryggi og styttingu hringvegarins. Hópur bænda og landeigenda í Nesjum hefur stefnt íslenska ríkinu og Vegagerðinni og lagt fram eigin tillögur að lagningu vegarins. 12. ágúst 2007 12:13
Meira malbikað frá Mývatni á Kópasker Framkvæmdir við Dettifossveg, Kjósarskarðsveg og Uxahryggjaveg verða boðnar út á næstu vikum vegna 1.800 milljóna króna innspýtingar sem ríkisstjórnin samþykkti í dag. 26. maí 2015 20:30
Vill hefja vegagerð um Teigsskóg á næsta ári Vegamálastjóri fagnar úrskurði Skipulagsstofnunar um Teigsskóg og vonast til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta næsta árs. 27. maí 2015 14:01