Þurfa að fá 2/3 atkvæða annars verður önnur umferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2015 11:30 Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998 og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. Vísir/EPA Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast. FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Forsetakosningar FIFA fara fram í Zürich í Sviss í dag en í framboði eru Svisslendingurinn Sepp Blatter og jórdanski prinsinn Ali bin Al-Hussein. 209 þjóðir hafa atkvæðisrétt í kjörinu, 53 frá Evrópu (UEFA), 54 frá Afríku (CAF), 46 frá Asíu (AFC), 35 frá Norður og Mið-Ameríku (CONCACAF), 11 frá Eyjaálfu (OFC), 10 frá Suður-Ameríku (CONMEBOL). Sepp Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 og er að sækjast eftir sínu fimmta kjörtímabili. Blatter er fæddur árið 1936 og varp 79 ára gamall í mars síðastliðnum. Ali bin Hussein, prins af Jórdaníu, er fæddur 1975 og verður fertugur á Þorláksmessu. Hann er sonur Jórdaníukonungs og hefur verið varaforseti FIFA fyrir Asíu frá árinu 2011.Sepp Blatter.Vísir/Getty Byrjað að kjósa klukkan þrjú í dag Kosningarnar hefjast klukkan 15.00 að íslenskum tíma og til að vera kjörinn forseti FIFA í fyrstu umferð þá þarf viðkomandi frambjóðandi að fá 140 atkvæði af 209 eða 2/3 atkvæða í boði. Nái hvorugur frambjóðenda þessum 140 atkvæðum þá er kosið aftur en í annarri umferðinni þurfa þeir þó aðeins að ná hreinum meirihluta eða 105 atkvæðum.Ali bin Al-Hussein.Vísir/Getty Ísland með jafnmikið vægi og stærstu knattspyrnuþjóðir heims Allar aðildarþjóðir FIFA hafa jafnan atkvæðisrétt í kjörinu því að karabíska smáríkið Montserrat (undir 5000 þúsund íbúar) hefur jafnmikið vægi og Indland (yfir 1,2 milljarður íbúa). Þetta þýðir jafnframt að Ísland hefur jafnmikið vægi í forsetakosningunum og stóru knattspyrnuþjóðir heims. Það er búist við því að þjóðir Evrópu kjósi Ali bin Al-Hussein prins en allar Afríkuþjóðirnar og allar Asíuþjóðirnar (nema Ástralía) ætla að kjósa Blatter. Blatter hefur haft mikinn stuðning meðal Norður- og Mið-Ameríkuþjóðanna og fær væntanlega flest atkvæðin þaðan en það er meiri óvissa um hvernig atkvæði Suður-Ameríkuþjóðanna og þjóða frá Eyjaálfu skiptast.
FIFA Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00 Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30 Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01 Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Hver er prinsinn sem vill verða FIFA-kóngur? Forsetakjör FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fer fram í dag. Hinn þaulsætni Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri en í vegi hans stendur Ali bin Hussein Jórdaníuprins. 29. maí 2015 07:00
Blatter lét henda frammíköllurum út úr salnum Sepp Blatter, forseti FIFA, hélt opnunarræðu á ársþingi FIFA í morgun en framundan eru hinar umdeildu forsetakosningar þar sem að Blatter sækist eftir sínum fimmta kjörtímabili. 29. maí 2015 08:30
Forseti FIFA kjörinn í dag Kjörið stendur á milli á sitjandi forseta sambandsins Sepp Blatter og Ali bin al-Hussein. 29. maí 2015 07:01
Blatter: Set spurningarmerki við að þetta hafi komið fram á þessum tíma Sepp Blatter, forseti FIFA, setti 65. ársþing FIFA í morgun og hélt síðan sína forsetaræðu en Blatter hristir af sér allar ásakanir um spillingar og talaði enn einu sinni um þá fáu "spilltu" embættismönnum FIFA sem eyðileggja fyrir svo mörgum. 29. maí 2015 09:30