Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. maí 2015 08:52 Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, fullyrðir að samkomulag hafa verið um að fara ekki í verkfall á meðan vinstri stjórn var við völd. Þetta sagði hún í þættinum Eyjunni á Stöð 2 en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Þegar þáttastjórnandinn Björn Ingi Hrafnsson spurði hana hver hafi gert það samkomulag svaraði Vigdís: „Það var þegjandi samkomulag, við vitum það alveg.“ Vísir hefur rætt við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, en hann segir ummælin fráleit. Rætt verður nánar við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún kom í þáttinn ásamt Birni Val Gíslasyni, varaformanni Vinstri grænna, og voru kjaramál til umræðu. Heilbrigðisstarfsmenn halda lífi sjúklinga í herkvíVigdís sagði stöðuna sem uppi er í þjóðfélaginu í kjaramálum grafalvarlega. „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ Hún stillti upp kjaradeilu tæknimanna á RÚV við hlið þessara grein og spurði hvers vegna þeir hefðu getað samið við Rafiðnaðarsambandið á einum degi eins og smellt væri fingri. „Þetta er mjög alvarleg staða og að opinberir starfsmenn skuli nota verkfallsréttinn og velja út þessa viðkvæmu þætti,“ sagði hún jafnframt og sagðist ekki telja að dýralæknar ríkisins né kollegar hennar hjá sýslumanni væru með lág laun. Köldustu kveðjur sem launþegar í landinu hafa fengiðBjörn Valur Gíslason var ósáttur við orð Vigdísar. „Þetta eru köldustu kveðjur sem launþegar í þessu landi hafa fengið lengi vel, þetta er mjög alvarleg staða sem uppi er og okkur ber skylda til að leysa hana í stað þess að hnýta í fólk með þessu orðalagi sem Vigdís Hauks fór yfir áðan. Gera lítið úr fólki sem er í kjaradeilu og er að leita réttinda sinna. Þetta voru kaldar kveðjur, mér finnst að þær eigi að fá að lifa í loftinu,“ sagði hann í lok þáttarins.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Velferð svína tryggð með slátrun Tvö svínabú á Suðurlandi fengu undanþágu fyrir slátrun háða skilyrðum. 8. maí 2015 07:30
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Verkfallið valdið svínabændum gríðarlegu tjóni Ljóst er að verkfall dýralækna hefur nú þegar valdið svínabændum gríðarlegu tjóni, segir Hörður Harðarson, formaður félags svínaræktenda. 9. maí 2015 13:50
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent