Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. maí 2015 10:32 Rúmlega 90% þeirra hjúkrunarfræðinga sem greiddu atkvæði vilja fara í verkfall. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46