Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum Hjörtur Hjartarson skrifar 9. maí 2015 19:42 Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir. Verkfall 2016 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Landlæknir vill ríkisstjórnin setji lög til að stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins. Ákveðnar stéttir tefli lífi sjúklinga í hættu með aðgerðum sínum og við slíkt verði ekki unað lengur. Forstjóri Landspítalans gagnrýnir harðlega félag geislafræðinga fyrir að veita fáar undanþágur og stirð samskipti. Í minnisblaði sem forstjóri Landspítalans sendi Landlækni í gær segir meðal annars að framkvæmd verkfallsins hafi að mestu farið fram í ágætri samvinnu við þau stéttarfélög sem um ræðir nema við félag geislafræðinga: „Virðist sem fulltrúi félagsins í undanþágunefnd starfi með öðrum hætti en aðrir sem í slíkum nefndum starfa.“Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Vísir/VilhelmGeislafræðingar dragi í efa mat lækna sem telja nauðsynlegt að veita ákveðnum sjúklingum læknismeðferð. Mörg sýni bíði á meinafræðideild og þar er ekki vitað hve margir eru með illkynja sjúkdóm. Sjúklingar sem talið var að gætu beðið í upphafi verkfalls hefur hrakað eftir því sem verkfallið hefur dregist. Þá segir jafnframt að eftirmeðferð sé mjög ábótavant. „Það er raunveruleg hætta á að einhver hafi skaðast, muni skaðast eða jafnvel deyja.“ „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemi spítalans.Vísir/VilhelmHann segir lesturinn á minnisblaði forstjóra Landspítalans leiða af sér eina niðurstöðu. „Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu.“ Birgir segist virða rétt fólks til verkfallsaðgerða en þrátt fyrir það „þá ber heilbrigðisstéttum alltaf að setja öryggi sjúklinga í fyrsta rúmið, alltaf hreint, hvað sem á hverju gengur. Mér finnst að það sé verið að hliðra á því núna af sumum stéttarfélögunum og það er mjög alvarlegt að mínu mati.“ Af því leiðir að endurskoða verður með hvaða hætti heilbrigðisstarfsmenn geti bætt kjör sín. „Þegar þessi orusta er yfirstaðin þá held ég að það verði að setjast niður og athuga hvernig við eigum að haga þessum málum í framtíðinni því þetta er ekki hægt,“ segir Birgir.
Verkfall 2016 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira