Hjúkrun á Landspítala Elfa Þöll Grétarsdóttir og Guðríður Kristín Þórðardóttir skrifar 12. maí 2015 08:00 Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um Landspítala undanfarna mánuði og ár og þá einkum vegna álags, manneklu og fjárskorts. Niðurskurður, atgervisflótti heilbrigðisstarfsmanna, lítil nýliðun fagfólks, ákæra, húsnæðisskortur og nú verkföll. Er virkilega allt í steik á þessari virtu stofnun? Hvernig í ósköpunum fæst fólk til þess að standa vaktir við þessar aðstæður nótt sem nýtan dag? Er þjóðinni óhætt? Hvað er raunverulega í gangi á Landspítalanum? Í nýrri starfsumhverfiskönnun kom fram að þrátt fyrir að meirihluta hjúkrunarfræðinga finnist álagið of mikið og launin lág, þá eru þeir ánægðir í starfi. Miðað við þetta má velta því fyrir sér hvað það sé sem veitir þeim starfsánægju. Störf hjúkrunarfræðinga innan spítalans eru fjölbreytt en eiga það þó sameiginlegt að veita sjúklingum og aðstandendum þjónustu á viðkvæmum stundum í lífi þeirra. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður spítalans veita sína þjónustu af fagmennsku, öryggi og umhyggju. Þeir eru vel menntaðir og eftirsóttur starfskraftur víða um heim. Þekking og reynsla þeirra er dýrmæt fyrir spítalann. Það er krefjandi en á sama tíma mjög gefandi að styðja einstaklinga í erfiðum veikindum, eftir slys eða við andlát. Það sama má segja um að veita aðstandendum sjúklinga stuðning við að aðlagast breyttum aðstæðum í bráðum og langvinnum veikindum eða við missi. Hjúkrunarfræðingar vita að framlag þeirra skiptir máli í erfiðum aðstæðum en árangur vinnu þeirra er ekki hægt að meta til fjár. Fjárskortur og mannekla á spítalanum getur þó bitnað á gæðum, öryggi og á árangri. Þungur róður á Landspítala undanfarin ár hefur kennt okkur margt. Eitt af því mikilvægasta sem við höfum lært er það að í kreppum felast tækifæri. Starfsandi síðustu missera hefur einkennst af því hugarfari að klúðra ekki tækifærinu og hefur framkvæmdastjórn spítalans verið leiðandi í því hugarfari. Við markvissa endurskoðun á verkferlum og starfsháttum innan spítalans hefur verið haft að leiðarljósi að efla öryggismenningu og bæta starfsumhverfið. Hjúkrunarfræðingar fagna árlega fæðingardegi frumkvöðulsins Florence Nightingale 12. maí, sem er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga. Fræðslunefnd hjúkrunarráðs Landspítala stendur fyrir svokallaðri „viku hjúkrunar” og að þessu sinni er þemað umbætur í hjúkrun. Þá er vísað til verkefna og breytinga sem gerðar hafa verið til að viðhalda öryggi sjúklinga, bæta þjónustu og hagræða í rekstri. Í boði verða 38 fyrirlestrar, 16 vinnusmiðjur og yfir 50 veggspjaldakynningar. Vikan einkennist af uppskeruhátíð verkefna þar sem áhersla er á að sjá áskoranir, hugsa í lausnum, fá góðar hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd. Kreppur undanfarinna ára hafa kennt okkur að leita árangursríkra lausna á hagkvæman hátt. Þær kynningar sem eru í dagskrá viku hjúkrunar er bara toppurinn af ísjakanum þegar horft er til lausnamiðaðra aðgerða sem er verið að beita á spítalanum. Það er viðhorf hjúkrunarfræðinga á Landspítala að hugsa í lausnum, fá góða hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd, ekki tala um vandamál heldur lausnir. Hjúkrunarfræðingar eru hluti af lausninni. Með því náum við árangri, eflum fagmennsku, tryggjum öryggi og verðum ánægð í starfi. Það er gott að að vera hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum. Þar eru tækifærin til að efla hjúkrun, byggja upp og láta gott af sér leiða. Þar eru góðar fyrirmyndir og leiðtogar sem forréttindi eru að vinna með. Það geta allir hjúkrunarfræðingar verið stoltir af störfum sínum á þessari mikilvægu stofnun á erfiðum tímum. Kæru hjúkrunarfræðingar, til hamingju með daginn. Elfa Þöll Grétarsdóttir, formaður fræðslunefndar hjúkrunarráðs Landspítala Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítala
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun