Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 08:39 Gísli er staddur í Nepal. vísir/stefán/afp „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira