Örn Ingi markahæstur í úrslitakeppninni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2015 19:30 Örn Ingi skoraði 51 mark í 10 leikjum í úrslitakeppninni. vísir/stefán Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum.Sjá einnig: Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skipti. Haukar, sem lentu í 5. sæti í Olís-deildinni, unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og unnu Íslandsmeistaratitilinn með stæl. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar byrjuðu á því að slá út erkifjendur sína í FH 2-0 og kláruðu svo deildarmeistara Vals í þremur leikjum. Haukar gáfu ekkert eftir í úrslitunum og unnu spútniklið Aftureldingar 3-0. Árni Steinn Steinþórsson vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir slakan vetur og skoraði 44 mörk í leikjunum átta, eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Til samanburðar skoraði Árni 3,3 mörk að meðaltali í leik í deildinni í vetur. Annar Selfyssingur, Janus Daði Smárason, blómstraði einnig í úrslitakeppninni og skoraði 43 mörk (þar af 14 af vítalínunni) auk þess sem hann gaf fjöldan allan af stoðsendingum.Árni Steinn vaknaði til lífsins í úrslitakeppninni.vísir/ernirÞeir félagar voru markahæstir Hauka í úrslitakeppninni en markahæsti leikmaður hennar var Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi Aftureldingar, sem gerði 51 mark, eða 5,1 mark að meðaltali í leik. Örn Ingi skoraði í öllum tíu leikjum Mosfellinga í úrslitakeppninni en hann skoraði tvisvar níu mörk í leik; í oddaleiknum gegn ÍR og fyrsta leiknum gegn Haukum. Næstur á listanum yfir markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar er Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, sem gerði 49 mörk í átta leikjum, eða 6,1 mark að meðaltali í leik.Markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar 2015: Örn Ingi Bjarkason, Afturelding - 51/10 Sturla Ásgeirsson, ÍR - 49/26 Árni Steinn Steinþórsson, Haukar - 44 Janus Daði Smárason, Haukar - 43/14 Björgvin Hólmgeirsson, ÍR - 33 Pétur Júníusson, Afturelding - 33 Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR - 32 Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding - 30 Adam Haukur Baumruk, Haukar - 28 Jóhann Gunnar Einarsson, Afturelding - 27/8 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Keppnistímabilinu í handboltanum lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil eftir sigur á Aftureldingu í þriðja leik liðanna í lokaúrslitum.Sjá einnig: Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skipti. Haukar, sem lentu í 5. sæti í Olís-deildinni, unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og unnu Íslandsmeistaratitilinn með stæl. Lærisveinar Patreks Jóhannessonar byrjuðu á því að slá út erkifjendur sína í FH 2-0 og kláruðu svo deildarmeistara Vals í þremur leikjum. Haukar gáfu ekkert eftir í úrslitunum og unnu spútniklið Aftureldingar 3-0. Árni Steinn Steinþórsson vaknaði heldur betur til lífsins í úrslitakeppninni eftir slakan vetur og skoraði 44 mörk í leikjunum átta, eða 5,5 mörk að meðaltali í leik. Til samanburðar skoraði Árni 3,3 mörk að meðaltali í leik í deildinni í vetur. Annar Selfyssingur, Janus Daði Smárason, blómstraði einnig í úrslitakeppninni og skoraði 43 mörk (þar af 14 af vítalínunni) auk þess sem hann gaf fjöldan allan af stoðsendingum.Árni Steinn vaknaði til lífsins í úrslitakeppninni.vísir/ernirÞeir félagar voru markahæstir Hauka í úrslitakeppninni en markahæsti leikmaður hennar var Örn Ingi Bjarkason, leikstjórnandi Aftureldingar, sem gerði 51 mark, eða 5,1 mark að meðaltali í leik. Örn Ingi skoraði í öllum tíu leikjum Mosfellinga í úrslitakeppninni en hann skoraði tvisvar níu mörk í leik; í oddaleiknum gegn ÍR og fyrsta leiknum gegn Haukum. Næstur á listanum yfir markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar er Sturla Ásgeirsson, hornamaður ÍR, sem gerði 49 mörk í átta leikjum, eða 6,1 mark að meðaltali í leik.Markahæstu leikmenn úrslitakeppninnar 2015: Örn Ingi Bjarkason, Afturelding - 51/10 Sturla Ásgeirsson, ÍR - 49/26 Árni Steinn Steinþórsson, Haukar - 44 Janus Daði Smárason, Haukar - 43/14 Björgvin Hólmgeirsson, ÍR - 33 Pétur Júníusson, Afturelding - 33 Arnar Birkir Hálfdánsson, ÍR - 32 Árni Bragi Eyjólfsson, Afturelding - 30 Adam Haukur Baumruk, Haukar - 28 Jóhann Gunnar Einarsson, Afturelding - 27/8
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06 Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02 Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 24-27 | Fullkomin úrslitakeppni og Haukar Íslandsmeistarar Haukar unnu alla átta leiki sína í úrslitakeppni Olísdeildarinnar og standa uppi sem Íslandsmeistarar í handbolta karla 2015. 11. maí 2015 17:06
Fullkomin kveðjugjöf Haukar gáfu Patreki Jóhannessyni, þjálfara sínum, fullkomna kveðjugjöf í gær eftir að liðið tryggði sér sinn tíunda Íslandsmeistaratitil í sögu félagsins með þriggja marka sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ, 27-24. 12. maí 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Haukar 22-23 | Haukar stela fyrsta leiknum Haukar eru komnir 1-0 yfir í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla eftir magnaðan sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í háspennuleik. 6. maí 2015 17:02
Aðeins þrjú lið hafa sópað liðum út úr úrslitaeinvíginu Haukar heimsækja Aftureldingu í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deild karla í handbolta en með sigri verða Haukar Íslandsmeistarar í tíunda skiptið. 11. maí 2015 14:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag. 8. maí 2015 21:15