NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 07:30 Það kom ekki á óvart að það hafi soðið upp úr í leik Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira