NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 07:30 Það kom ekki á óvart að það hafi soðið upp úr í leik Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti