Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa náð helstu stjórnarbyggingu íröksku borgarinnar Ramadi á sitt vald.
Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan bygginguna áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu.
Í byggingunni er meðal annars að finna aðallögreglustöð borgarinnar og skrifstofur héraðsstjórans.
Í frétt BBC segir að allt að fimmtíu öryggisverðir hafi verið teknir í gíslingu.
Ramadi er í vesturhluta Íraks og er höfuðborg Anbar-héraðs. Mikil átök hafa verið milli írakskra öryggissveita og liðsmanna ISIS í Anbar síðustu mánuði.
ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald
Atli Ísleifsson skrifar
