Innlent

Eigin tónleikar að styrktartónleikum fyrir þolendur jarðskjálftanna

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Það er auðvitað takmarkað hvað lítill tónlistarmaður á Íslandi á lágmarkslaunum getur gert. En mér datt þá í hug að leggja þeim lið og held að þetta sé bara ágætis hugmynd,“ segir Una.
"Það er auðvitað takmarkað hvað lítill tónlistarmaður á Íslandi á lágmarkslaunum getur gert. En mér datt þá í hug að leggja þeim lið og held að þetta sé bara ágætis hugmynd,“ segir Una. vísir/gva
Una Stefánsdóttir tónlistarkona hyggst halda styrktartónleika fyrir þolendur jarðskjálftanna í Nepal á föstudag. Hún segir fréttir af hamförunum hafa hreyft við sér og vill láta gott af sér leiða. Fleiri tónlistarmenn koma til með að leggja henni lið.

Hugmyndin spratt eftir að Una las fréttir um söfnun starfsmanna Arctic Adventures og hins nepalska Anup Gurung. Þau söfnuðu tæpu tonni af fatnaði og þó nokkurri fjárhæð sem Anup fór með til Nepal. Hann leyfir fólki svo að fylgjast með starfi sínu á Facebook.

„Ég átti að vera með tónleika sjálf á þessu kvöldi en eftir að hafa fylgst með söfnun Arctic Adventures fór ég að hugsa hvað ég gæti gert. Það er auðvitað takmarkað hvað lítill tónlistarmaður á Íslandi á lágmarkslaunum getur gert. En mér datt þá í hug að leggja þeim lið og held að þetta sé bara ágætis hugmynd,“ segir Una.

„Mér fannst svo merkilegt að sjá þetta. Þetta eru bara einstaklingsframtök sem fóru algjörlega á flug á samfélagsmiðlum og er nú orðið að risa batteríi. Það er svona grasrótarstemning yfir þessu sem mér finnst skemmtileg og sýnir það bara að margt smátt gerir eitt stórt,“ bætir hún við.

Tónleikarnir verða haldnir á Frederiksen Ale House við Hafnarstræti 5 í Reykjavík. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og rennur óskiptur til söfnunarinnar. Ásamt Unu munu Reykjavíkurdætur stíga á svið, Valdimar, Vio, 1860, Hinemoa og Teitur Magnússon.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar færslur sem Anup hefur birt á Facebook.

Anup segir hér frá því að ekki séu til peningar fyrir læknisaðstoð og því fái maðurinn ekki nauðsynlega þjónustu.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×