Erlent

Ráðast gegn ISIS í Ramadi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Íbúar í borginni hafa síðustu daga flúið þaðan.
Íbúar í borginni hafa síðustu daga flúið þaðan. Vísir/AFP
Bardagahópar hliðhollir íraska hernum eru nú á leið til Ramadi til að ráðast gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna íslamska ríkið. Samtökin náðu borginni á sitt vald í gær.



Ramadi er höfuðborg Anbar, stærsta héraðs Írak og er staðsett rúmum hundrað kílómetrum vestur af Bagdad, höfuðborg Íraks.

Í tilkynningu sem sögð er vera frá Íslamska ríkinu segir að vígamenn samtakanna hafi einnig tekið herstöð á svæðinu og skriðdreka og fleiri vopn sem hermennirnir skildu eftir. BBC segir að um 500 manns hafi látist í átökunum í gær þegar íraski herinn yfirgaf borgina.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×