KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 10:14 Elliði Vignisson telur algerlega fráleitt af Pírötum að líkja Þórólfi Gíslasyni hjá KS við einskonar Don Corleone. Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira