Formaður lyfjaráðs: Hefði sætt mig við árs keppnisbann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2015 16:11 vísir/pjetur „Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
„Mér finnst þetta helst til of stutt,“ segir Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, í samtali við Vísi í dag, aðspurður um sex mánaða bannið sem handboltamaðurinn Jóhann Birgir Ingvarsson var dæmdur í en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. „Ég hefði sætt við mig við árs keppnisbann. Við fórum fram á tvö ár þótt refsiramminn væri fjögur ár. Ástæðan fyrir því er að það þarf að vera um skýran ásetning að ræða til að fara fram á fjögur ár,“ sagði Skúli ennfremur en niðurbrotsefni af sterum fundust í þvagsýni Jóhanns. „Í þessu máli, miðað við magndreifinguna sem kemur úr honum og T/E hlutfallið (epitestosterone), er alveg klárt að það er ekki til staðar. Þess vegna fórum við fram á tvö ár.Búinn að taka út stóran hluta refsingarinnar „Við höfum ekkert val um að fara fram á neitt minna, annað hvort förum við fram á tvö eða fjögur ár,“ sagði Skúli og bætti því við að dómurinn hefði eflaust tekið tillit til þess hversu samvinnuþýður sá brotlegi var og hvernig hann greindi frá inntökunni. Jóhann var dæmdur í bráðabirgðabann sem hófst 18. mars og hann verður því orðinn löglegur á ný 18. september. Jóhann missir því væntanlega ekki af meira en 1-2 leikjum í upphafi Olís-deildarinnar í haust. „Hann er búinn að taka út stóran hluta af refsingunni því hann samþykkti bráðabirgðabann um leið og niðurstaðan lá fyrir. Þar af leiðandi byrjaði hann strax að taka út bannið,“ sagði Skúli en hyggst lyfjaráðið að áfrýja dómnum? „Ég á síður von á því. Sé litið til fordæmanna er ekki líklegt að það skili neinu.“Íþróttamenn bera ábyrgð á því sem þeir setja ofan í sig Skúli hefur nokkrar áhyggjur af því að þessi vægi dómur geti verið fordæmisgefandi. „Ég hef pínulitlar áhyggjur af því. Íþróttamenn verða að hafa ábyrgðarhlutinn í huga. Það sem menn setja ofan í sig er algjörlega á þeirri ábyrgð. Það er ekki hægt að treysta því að aðilinn við hliðina á þér sé alveg hreinn,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11 Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39 Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Fleiri fréttir Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Sjá meira
Dómur fallinn: Sex mánaða bann fyrir steranotkun Dómur er fallinn í máli FH-ingsins Jóhanns Birgis Ingvarssonar sem féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. 15. maí 2015 17:11
Fæðubótarefni felldi Jóhann Birgi Handknattleiksdeild FH og Jóhann Birgir Ingvarsson eru búin að senda frá sér fréttatilkynningu í kjölfar þess að Jóhann Birnir féll á lyfjaprófi. 9. apríl 2015 17:39
Segir sopa af steradrykk Crossfit kunningja hafa fellt sig Lyfjaráð ÍSÍ fór fram á tveggja ára keppnisbann yfir handknattleiksmanninum Jóhanni Birgi Ingvarssyni sem dæmdur var í sex mánaða keppnisbann á föstudaginn. 18. maí 2015 12:15