Það fóru fram nokkrir leikur í bikarkeppnum KSÍ, Borgunarbikarnum, í kvöld. Þetta voru leikir í 2. umferð.
Það var Suðurnesjaslagur þegar Þróttur Vogum sótti Grindavík heim. Grindjánar þurftu að hafa fyrir hlutunum en unnu að lokum 1-0 sigur.
Óli Baldur Bjarnason skoraði eina mark leiksins fyrir Grindavík á 82. mínútu.
HK gekk illa að hrista af sér lið KH á Hlíðarenda en það kom að lokum. Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks en tvö mörk frá Guðmundi Magnússyni í seinni hálfleik innsigluðu 3-0 sigur HK.
Borgunarbikar karla:
Ægir-KV 0-3
Grindavík-Þróttur V. 1-0
KH-HK 3-0
KFG-Árborg 2-1
Borgunarbikar kvenna:
Augnablik-Álftanes 2-0
HK/Víkingur-FH 2-1
Fjölnir-ÍA 0-1
Hluti úrslita fenginn frá urslit.net.
HK og Grindavík kláruðu sín verkefni

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
