Hvað er femínismi eiginlega? Róberta Michelle Hall skrifar 19. maí 2015 16:37 Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nýlega kláraði ég þriggja mánaða kynjafræði áfanga sem vægast sagt hefur sett mark sitt á líf mitt. Ég taldi mig vita sitthvað um femínisma, jafnrétti og stöðu kynjanna en ég hafði í raun ekki hugmynd hvað daglegt samspil kynjanna stjórnaði lífi mínu. Þegar ég hugsaði um femínisma sá ég alltaf fyrir mér pirraðar, loðnar konur sem gerðu ekki annað en að rífast í öðrum. Það fyrsta sem spratt ávalt í hugan á mér voru öfgafemínistar, eins og þeir væru eitraðir og maður ætti að passa sig á því að vera sko EKKI bendluð við þá. En ef það væri ekki fyrir róttæka femínista, hvernig væri þá staða kvenna í dag? Í fyrsta tímanum mínum var ég strax byrjuð að taka upp hanskann fyrir karlpeninginn því ég ætlaði að styðja mína menn. Magnað hvað við konur erum oft tilbúnar að verja mennina okkar og taka afstöðu með þeim og á móti okkur sjálfum. En hvað er eiginlega femínismi? Þegar áfanginn tók á flug þá kom í ljós að femínismi er eins fjölbreyttur og margbreytilegur og við sjálf. Hann getur verið lífskoðun, hreyfing, pólitík, kenningar og svo framvegis. Það eru til margar tegundir af femínistum og því erfitt að negla niður eina skilgreiningu á hvað femínismi sé. Femínismi eða kvenfrelsisstefna er samheiti yfir ýmsar pólitískar og hugmyndafræðilegar stefnur þar sem barist er fyrir jafnrétti kynjanna í víðum skilningi. Í grófum dráttum má segja að femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því.Kynjafræði ekki skyldufag Algeng baráttumál femínista eru til dæmis barátta gegn mansali, vændi, útlitsdýrkun, klámvæðingu samfélagsins, rétti kvenna til menntunar, atvinnu og annara tækifæra til jafns við karla Það sem ég hef alltaf furðað mig sérstaklega á, eru ójöfn laun kynjanna. Árið 1976 voru samþykkt lög um að jafnréttisfræðsla ætti að vera skyldufag á öllum skólastigum. Enn þann dag í dag er kynjafræði ekki skyldufag á neinu skólastigi ef frá eru taldir örfáir framhaldsskólar Núna ætla ég að tala beint frá hjartanu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa seinustu þremur mánuðum í lífi mínu en ég ætla að reyna. Strax eftir fyrsta tíma ákvað ég að vera alveg opin fyrir kennslunni sem fór fram. Eftir hvern einasta tíma kom ég heim algjörlega undrandi á því hvernig allt þetta ójafnrétti hafi farið framhjá mér. Ég get ekki lýst því betur heldur en á góðri íslensku „Once it has been seen, it cannot be unseen“. Eða á enn betri íslensku „þegar þetta hefur verið séð, verður það ekki óséð“. Ég sé heiminn í öðru ljósi og það sem mikilvægara er, ég sé sjálfa mig í öðru ljósi. Þvílík valdefling sem þessi áfangi er og mun það verða mitt persónulega markmið að fræða unglinga um stöðu kynjanna. Ef ég hefði fengið þessa fræðslu í gunnskóla hefði það sparað mér ótrúlega mikið af vondum og illskiljanlegum tilfinningum. Femínismi skiptir okkur öll máli, eins og Emma Watson vinkona mín sagði, ójafnrétti kynjanna er einnig karllægt vandamál. Bæði kynin hafa rétt á sínum tilfinningum og rétt til að gera hvað sem þau vilja án þess að vera dæmd eða útskúfuð af samfélaginu vegna úreltra staðalmynda. Við þurfum að afmá ljótu ímyndina af orðinu femínismi og einbeita okkur að innihaldinu. Ég var alltaf ein af þeim sem sagði, ,,Ég er ekki femínisti, ég er jafnréttissinni‘‘. Með því að segja þetta ertu að halda þér í hlutlausa hópnum, það geta nefnilega allir sagt að þeir séu jafnréttissinnar en með því að segja stoltur, ,,Ég er femínisti‘‘ þá ertu að taka raunverulega afstöðu með baráttunni fyrir jafnrétti og Lengi lifi byltingin!
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun