Sigurður Ingi ekki hissa á óánægju útgerðarmanna Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 4. maí 2015 21:47 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.” Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að það komi sér ekki á óvart að útgerðin sé ekki ánægð með makrílfrumvarpið. Ráðherrann sagði algengt að ef ekki sé farið 100 prósent eftir því sem sagt sé á samráðsfundum þá tali fólk um að ekkert samráð hafi farið fram. Sigurður Ingi var gestur Heiðu Kristínar Helgadóttur í Umræðunni í kvöld. Hann lýsti vonbrigðum með að fiskveiðistjórnunarfrumvarp sem hann hugðist leggja fram á þessu þingi náði ekki fram að ganga því. Frumvarpið strandaði á ágreiningi ríkisstjórnarflokkana um hver hefði forræði yfir kvótanum. „Er það ríkið, sem er mín skoðun og var í því frumvarpi sem ekki komst fram, eða er það útgerðin.” Sigurður Ingi sagði að farin hefði verið sú leið að útdeila kvóta á makríl með þessum hætti eftir að umboðsmaður Alþingis hefði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra væri ekki lengur stætt á því að útdeila veiðileyfum til skipa með þeim hætti sem gert hafði verið frá 2010. Hann telur þessa leið farsælli á meðan enn er óútkljáð hver hefur forræði yfir kvótanum, því með þessari aðferð er kvótinn enn á forræði ríkisins. „Hefðum við farið þá leið að reglugerðasetja makríl inn í gamla kerfið þá hefði ég haft skilning á þeirri andmælabylgju sem er í gangi í samfélaginu í dag,” sagði ráðherra. Aðspurður hvort hann hefði stuðning fyrir málinu í sínum flokki og í samstarfsflokknum sagði hann: „Já, ég reikna með því. Frumvarpið fór í gegnum ríkisstjórn og báða þingflokka og nú er þetta til meðferðar í þinginu.” Ráðherra telur frumvarpið vandað og vel úthugsað miðað við að stórum spurningum er enn ósvarað. „Ég gerði mér það mjög vel ljóst að við værum ekki að fara hlutdeildarsetja þetta inn í gamla kerfið með reglugerð. Það er einfaldlega leið sem er ekki fær meðan við erum ekki búin að svara hinum spurningunum um hver fer með forræði eignarréttarins og nýtingarréttarins. Við þurfum þar af leiðandi að hafa þetta takmarkað í tíma og hafa viðbótargjald. Svo er auðvitað umdeilanlegt hvort gjaldið sé rétt, sé of lágt eða hátt. Það er auðvitað það sem þingið þarf að klást við í augnablikinu.”
Alþingi Umræðan Tengdar fréttir Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Fleiri fréttir Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Sjá meira
Forysta SFS sammála þjóðinni um makrílfrumvarp Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi vegna makrílfrumvarpsins í beinni á Stöð 2 í kvöld. 4. maí 2015 20:00