Vísir greindi frá þessu í gær en Aron Reynisson, leiðsögumaður, gekk fram á rofinn göngustíg í gær og var þá með hóp ferðamanna.
Sjá einnig: Stór skriða féll í Dyrhólaey: "Stígurinn sem alltaf er genginn liggur bara beint út þetta“
Það er mat hans að nokkur hundruð rúmmetrar af grjóti hafi farið úr klettinum. Í tilkynningu frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra segir að líklegt sé að meira hrun verði.
Sjá einnig: Féllu af syllu í Dyrhólaey
Geir Harðarson, ljósmyndari, tók meðfylgjandi myndir og á þeim má sjá stórt skarð í klettinum.



Við hjá Almannavarnadeild viljum vekja athygli á að stór aurskriða féll úr Dyrhólaey fyrr í dag. Hluti af göngustíg sem ...
Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on 4. maí 2015