Erlent

Einn árásarmannanna í Texas var rannsakaður af FBI

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú tilefni og kringumstæður árásarinnar.
Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú tilefni og kringumstæður árásarinnar. Vísir/AP
Elton Simpson, annar árásarmannanna í Texas var handtekinn af Alríkislögreglu Bandaríkjanna árið 2010 vegna hryðjuverkarannsóknar. Meðal rannsóknargagna eru samtöl Simspon við uppljóstrara FBI þar sem hann talaði um að berjast gegn trúleysingjum fyrir Allah og að hann ætlaði sér að ganga til liðs við bræður sína í Sómalíu.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á myndasamkeppni þar sem viðfangsefnið var spámaðurinn Múhameð. Árásin misheppnaðist en einn öryggisvörður var særður af Simpson og öðrum manni sem hét Nadir Soofi áður en þeir voru felldir af lögreglu.

Samkvæmt AP fréttaveitunni var Simpson einungis ákærður fyrir að ljúga að útsendara FBI og þurfti hann að greiða sekt.

Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú tilefni og kringumstæður árásarinnar. Samkvæmt heimildum AP var fylgst með Simpson, en enginn grunur lék á að hann hygði á árás. Fjölskylda Simpson hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að þau hafi ekki vitað af ætlunum hans og eigi erfitt með að skilja þetta.

„Við erum viss um að margir íbúar þessa lands vilja vita hvort við höfum vitað af áætlunum Elton. Við því segjum við að svo hafi alfarið ekki verið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×